Fjölmenni í samstöðugöngu kennara
Félagsfólk í Kennarasambandi Íslands á Akureyri og nágrenni efndu í gær til samstöðugöngu í tilefni kjaradeilu sambandsins við Samband íslenskra sveitarfélaga.
Safnast var saman við Rósenborg og gengið sem leið liggur að Ráðhústorgi en þar tóku til máls, Daníel Freyr Jónsson kennari við VMA, Hólmfríður Þorgeirsdóttir kennari við Lundarskóla, Elísabet Þórunn Öldu Jónsdóttir kennari við Naustatjörn og Guðjón Hreinn Hauksson formaður Félags framhaldsskólakennara.
Fjölmenni tók þátt í göngunni þrátt fyrir leiðindaveður rok og rigningu, og mikill hugur var í fundargestum.
Hilmar Friðjónsson tók meðfylgjandi myndir.