Erill vegna veðurs í nótt sem leið

Þesa sjón má sjá víða um bæinn, brotin tré, þessi við Dalsbraut
Þesa sjón má sjá víða um bæinn, brotin tré, þessi við Dalsbraut

,,Allt er á tjá og tundri“ söng Sálin hans Jóns míns fyrst undir lok níunda áratug s.l. aldar og lýsti raunum karls sem lenti hressilega í ofjarli sínum.  Það má kannski heimfæra hendinguna út textanum góða við stöðuna á Akureyri í morgun eftir  rok næturinnar.  Tré  brotnuðu, þil í görðum gáfu sig  og nýju ruslaföturnar voru víða,   já,  á tjá og tundri.

Björgunarsveitin Súlur segir t.a.m frá því á Facebooksíðu sinni að ,,ballið“ hafi byrjað kl 16:30 í gær og  þegar hemja þurfti fjúkandi skilti, og síðan voru trampólín  að fjúka sem og annað lauslegt.  ,, Var þeirri verkefnahrinu lokið um kl. 20:002 segir  í áðurnefndri færslu, en með þessu var verkefnum ekki lokið því laust fyrir kl 2 í nótt kom annað útkall sem stóð yfir fram undir morgun.

Sundlaug Akureyrar  fór heldur ekki varhluta af veðrinu, gervigras við sólbaðsaðstöðu  laugarinnar  fauk svo skapaðist  af slysaætta  og  það ásmat þeirri staðreynd að kerfi höfðu ekki undan að hita potta og laugar í rokinu leidda af sér að ekki var hægt að opna dyr laugarinnar á venjulegum tíma fyrir gesti hennar. 

Þessi vandræði eru þó greinlega leyst s.b.r þessa frétt frá starfsfólki SA.

,,Við erum búin að opna öll ker aftur, líka fosslaug, nuddpott og vaðlaug sem voru lokuð í gær, en hreinsunarstarf er enn í fullum gangi. Allar laugar og pottar eru 1-6 gráðum kaldari en við viljum hafa og mikið af laufi og sandi í öllum kerjum en klór- og sýrustig mælast eðlileg svo það er vel hægt að taka sundsprett.“

Rétt er að hafa í huga að eftir  einstaka tíð stefnir í að við munum  rifja upp gömul kynni við Vetur konung og litaðar viðvaranir  frá Veðurstofu Íslands  má sjá á veðurkortum næstu daga. 

Hugum því nú að lausamunum okkar, ekki seinna vænna svo sem,  þannig að   ekki þurfi nú að leita þeirra út og suður eftir næsta áhlaup.

Nýjast