13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Jaðarsvöllur 18 holur opnar í dag!
13. nóvember, 2024 - 14:07
Gunnar Níelsson - gunnar@vikubladid.is
Við hjá GA erum gríðarlega ánægð að geta boðið okkar fólki upp á 18 holur af golfi á Jaðarsvelli frá og með deginum í dag!
Veðrið hefur verið heitt og vindasamt síðustu daga og höfum við ákveðið að bjóða okkar fólki upp á einstakt tækifæri af 18 holum af golfi í nóvember í dag og eins lengi og veður leyfir. Hægt verður að bóka sig á golfbox á fyrri 9 og seinni 9 holurnar.
Munum að ganga vel um völlinn okkar og njótum þess að spila golf í nóvember.
Það er heimasíða Golfklúbbs Akureyrar sem segir fyrst frá.
Nýjast
-
Matargjafir ganga í endurnýjun lífdaga fyrir jólin
- 14.11
„Þar sem að ég virðist ekki geta slitið mig frá Matargjöfum (held að við séum ein eining) þá hef ég ákveðið að halda áfram í breyttri mynd 11. jólin okkar saman,“ skrifar Sigrún Steinarsdóttir á facebook síðu Matargjafa á Akureyri og nágrenni. Hún opnaði fyrr í vikunni reikning Matargjafa og vonar að þeir sem áður lögðu henni lið með mánaðarlegu framlagi haldi því áfram, „því án ykkar er þetta ekki hægt.“ -
Öruggari samgöngur í Fjallabyggð
- 14.11
Á undanförnum árum hefur Fjallabyggð staðið frammi fyrir krefjandi áskorunum tengdum veðurfari. Foktjón hefur orðið í óvæntum ofsaveðrum og úrkomumynstur virðist vera að breytast með tilheyrandi álagi á innviði. Endurteknir úrkomuviðburðir hafa leitt til flóða, nú síðast síðsumars þegar vatn flæddi inn í fjölmörg hús. Þá var Siglufjarðarvegi um Almenninga lokað í nokkra daga vegna skriðufalla og tjóns sem hlaust ef þessu mikla vatnsveðri og hættu á grjóthruni. Sprungur í veginum vegna viðvarandi jarðsigs opnuðust enn frekar. Þessi atburðarrás hefur undirstrikað mikilvægi þess að styrkja og bæta samgöngur inn í sveitafélagið, sem eru lífæð samfélagsins. -
Afleit veðurspá á morgun sýnum gát
- 14.11
Spáð er afar slæmu veðri seinnipart föstudagsins 15. nóvember. Óttast er að sambærilegar aðstæður gætu skapast á Akureyri og í september 2022, þegar sjór flæddi yfir hluta Oddeyrar og olli miklu tjóni. -
Kvikmynd um Kröflu sigraði á Landkönnunarhátíð á Húsavík
- 13.11
Alls voru níu kvikmyndir sýndar á hátíðinni sem haldin var í 10. sinn -
Oddvitar í Norðausturkjördæmi mætast í beinni útsendingu
- 13.11
Oddvitar framboðanna til Alþingis mætast í kvöld í beinni útsendingu á RÚV og vef Vikublaðsins . Rætt verður um áherslumál framboðanna í kjördæminu. -
Metsöfnun Dekurdaga í ár, 6,7 milljónir
- 13.11
Styrkurinn fyrir Dekurdaga árið 2024 var afhentur í Hofi við hátíðlega athöfn á dögunum og var enn og aftur slegið met, því upphæðin hljóðaði upp á kr. 6.700.000!! Upphæðin safnaðist með þátttökugjöldum fyrirtækja, sölu á bleikri slaufu í staur og almennum styrkjum frá fyrirtækjum og félagasamtökum. Að auki voru mörg fyrirtæki með uppákomur þar sem safnað var pening í söfnunina. -
Jaðarsvöllur 18 holur opnar í dag!
- 13.11
Við hjá GA erum gríðarlega ánægð að geta boðið okkar fólki upp á 18 holur af golfi á Jaðarsvelli frá og með deginum í dag! -
Uppruni jólakorta - Lauslega þýtt úr dönsku
- 13.11
Þegar fyrsta jólakortið var búið til um það bil árið 1800 á Englandi þá fékk það mikla athygli og með byr því að mörgum fannst það leiða athygli að jólum og sýna rétta jólaandann og varð það fjótt nokkuð vinsælt meðal Breta. Við þekkjum öll að jólin eru hátíð ljóss og friðar og á jólum sameinast fjölskyldur og vinir og við hugsum meira til vina og kunningja en á öðrum tímum. Jólakort hafa verðið þessi góði máti til þess að senda jóla- og vinarkveðju til þeirra sem við viljum gleðja á þessum tíma. Þessar kveðjur eru óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, þetta er afar fallegur og góður siður og það gleður marga að fá fallega kveðju á fallegu jólakorti í svartasta skammdeginu. Það er talið að Kínverjar og Egyptar hafi byrjað að senda kveðjur á kortum fyrir 3000 árum og þaðan hafi þessi siður borist til Evrópu og hins vestræna heims. Í upphafi voru þessar kveðjur sendar í byrjun desember svo að þau gætu staðið á arinhillunni svo að fólk gæti notið þess alla aðventuna og jólin og fram á nýtt ár. Það sem á þeim stóð var oftast eitthvert biblíuvers, bæn, lítið kvæði eða eitthvað sem að minnti á vorið eða birtuna sem fólk var farið að bíða eftir á þessum dimmasta tíma. Oft voru líka send kort í tilefni árstíðaskipta svo sem um vor og sumar. -
Erill vegna veðurs í nótt sem leið
- 13.11
,,Allt er á tjá og tundri“ söng Sálin hans Jóns míns fyrst undir lok níunda áratug s.l. aldar og lýsti raunum karls sem lenti hressilega í ofjarli sínum. Það má kannski heimfæra hendinguna út textanum góða við stöðuna á Akureyri í morgun eftir rok næturinnar. Tré brotnuðu, þil í görðum gáfu sig og nýju ruslaföturnar voru víða, já, á tjá og tundri.