Endurreisnartónleikar Hymnodiu og SCS í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag Uppfært tónleiknum hefur verið frestað um óákv tíma
Hymnodia, norræna endurreisnarhljómsveitin Scandinavian Cornetts and Sackbuts og Ágúst Ingi Ágústsson, stjórnandi Cantores Islandiae, flytja gullfallega ítalska, spænska og enska endurreisnartónlist á tónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 17. nóvember kl. 17.
Sveitin er skipuð:
Lene Langballe (DK), Nils Carlsson (SE), Marit Lund Bjørnsen (NO) og Christoph Schnaithmann (SE)
Meðlimir hljómsveitarinnar spila á hljóðfæri endurreisnarinnar, zink (cornett) og endurreisnarbásúnur (sackbut) og eru þau öll sérhæfð í flutningi á endurreisnartónlist og í fremstu röð í leik á þessi stórmerkilegu hljóðfæri. Þau eiga frábæran tónleikaferil með fremstu tónlistarhópum Evrópu.
Scandinavian Cornetts and Sackbuts taka þátt í stærri verkefnum, svo sem flutningi á verkum eins og Monteverdi Mariavesper og Orfeo, en koma einnig fram sem sjálfstæð sveit.
Ágúst Ingi Ágústsson er stofnandi og stjórnandi Cantores Islandiae, hóps sem sérhæfir sig í gregorsöng og flutningi tónlistar frá miðöldum. Hann mun koma fram í verkinu Miserere Mei eftir Allegri.
Hymnodia hefur nýlokið við risavaxið verkefni þar sem kórinn tók þátt í flutningi Skálmaldar á öllum plötum hljómsveitarinnar í Hörpu. Það er í anda kórsins að stökkva á milli mjög ólíkra verkefna en leita eftir samstarfi við framúrskarandi listamenn á sínu sviði, sem á heldur betur við í báðum þessum verkefnum.
Miðaverð 5000 kr