Um 200 manns kynntu sér starfsemi Pharmarctia á Grenivík
Um 200 manns komu við á opnu húsi hjá fyrirtækinu Pharmarctia á Grenivík um liðna helgi. Þá var formlega tekið í notkun 1500 fermetra viðbótarhúsnæði sem gestum og gangandi bauðst að skoða jafnframt því að kynna sér starfsemi félagins.
Pharmarctica var í ríflega 500 fermetra stóru húsnæði áður, en þegar starfsemin hófst fyrir tveimur áratugum var fyrirtækið í um 200 fermetra stóru húsnæði. þannig að segja má að starfsemin hafi vaxið og dafnað um tíðina. Nú eru húsakynni Pharmarctia um 2000 fermetrar að stærð.
Pharmarctica er sérhæft í framleiðslu á snyrtivörum, fæðubótarefnum, hár- og líkamssápum, smyrslum, mixtúrum og sótthreinsandi lausnum. Nú starfa 17 manns hjá félaginu en gert er ráð fyrir að starfsfólki fjölgi í kjölfar aukinna verkefna.
Margt forvitnilegt að sjá og skoða
Um 200 manns kynntu sér starfsemi félagsins