Um 200 manns kynntu sér starfsemi Pharmarctia á Grenivík

Gísli Gunnar Oddgeirsson oddviti, Sigurbjörn Þór Jakobsson framkvæmdastjóri Pharmarctia og Þröstur F…
Gísli Gunnar Oddgeirsson oddviti, Sigurbjörn Þór Jakobsson framkvæmdastjóri Pharmarctia og Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri Myndir frá Pharmarctia

Um 200 manns komu við á opnu húsi hjá fyrirtækinu Pharmarctia á Grenivík um liðna helgi. Þá var formlega tekið í notkun 1500 fermetra viðbótarhúsnæði sem gestum og gangandi bauðst að skoða jafnframt því að kynna sér starfsemi félagins.

Pharmarctica var í ríflega 500 fermetra stóru húsnæði áður, en þegar starfsemin hófst fyrir tveimur áratugum var fyrirtækið í um 200 fermetra stóru húsnæði. þannig að segja má að starfsemin hafi vaxið og dafnað um tíðina. Nú eru húsakynni Pharmarctia um 2000 fermetrar að stærð.

Pharmarctica er sérhæft í framleiðslu á snyrtivörum, fæðubótarefnum, hár- og líkamssápum, smyrslum, mixtúrum og sótthreinsandi lausnum. Nú starfa 17 manns hjá félaginu en gert er ráð fyrir að starfsfólki fjölgi í kjölfar aukinna verkefna.

 Margt forvitnilegt að sjá og skoða

 

Um 200 manns kynntu sér starfsemi félagsins

Nýjast