Norðurþing Rauði krossinn hættir fatasöfnun
Heimasíða Norðurþings segir frá þvi að Rauði Krossinn í Þingeyjarsýslum hættir allri fatasöfnun þann 26. nóvember 2024. Eftir sem áður geta íbúar í Norðurþingi losað sig við textíl (fatnaður, lök og handklæði, skór, dúkar og gardínur, tuskur og viskastykki) í grenndargáma fyrir textíl sem eru staðsettir á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn.
Íslenska gámafélagið sér um losun grenndargámanna og kemur því sem safnast saman í farveg til endurvinnslu eða endurnýtingu.
Mikilvægt er að textílnum sé skilað í lokuðum plastpokum. Ekki nota bréfpoka, taupoka eða töskur. Skór skulu reimaðir saman ef hægt er.
Það sem má EKKI fara í textílgáma er óhreinn textíll, óhreinn vinnufatnaður og sýnileikafatnaður.
Staðsetning grenndargáma:
Húsavík – Miðgarður 4 – við Tún
Kópaskeri – Bakkagata 12 – við þjónustumiðstöð Norðurþings
Raufarhöfn – Aðalbraut 26 – við N1 planið