13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Vegamálin liggja þungt á Grímseyingum
Vegamál liggja þungt á heimamönnum í Grímsey. Bundið slitlag var sett á götur þar árið 1994 og aftur árið 2014, en þá var verkið ekki klárað almennilega, „því það mátti bara setja á ákveðið marga kílómetra,“ eins og það er orðað í bókun hverfisnefndar.
Fram kemur í bókuninn að lestin í Grímsey sem er mjög vinsæl hjá ferðamönnum sé í vandræðum með að aka eftir götunum því ástand þeirra sé slæmt. Á nokkrum stöðum þurfi nauðsynlega að setja dren, en það virki vel á þeim stöðum þar sem það var sett upp í fyrravetur.
Grímseyingar óska einnig eftir að settir verði upp ljósastaurar frá byggðinni að Básum þar sem ferðamenn koma í auknum mæli til Grímseyjar yfir vetrartímann. Þá væri líka gott að lýsa leiðina suður að vita og setja upp stikur á þeirri leið.