Menntaskólinn á Akureyri - Gamalt bollastell hluti af langri jólahefð
Jólakaffi starfsfólks MA á aðventu er tæplega 70 ára gömul hefð. Hér áður fyrr var opinber dagur jólakaffiboðsins 19. desember, fæðingardagur Þórarins Björnssonar (1905-1968) fyrrverandi skólameistara. Boðið var upp á fyrsta jólakaffið árið 1955 á 50 ára afmælisdegi Þórarins. Nú sem fyrr kemur núverandi og fyrrverandi starfsfólk skólans saman ásamt mökum að kvöldlagi á aðventu í Gamla skóla til að skrafa og njóta hátíðlegra veitinga.