Fréttir

Listasumar hefst á Akureyri á morgun

Listasumar 2024 hefst á morgun, fimmtudaginn 6. júní og stendur hátíðin til 20. júlí. Nóg er um að vera næstu daga og vert er að nefna að flestir viðburðir Listasumars eru ókeypis.

Lesa meira

Ný sýning á Minjasafninu einstök söguleg Íslandskort 1535-1849

Sendiherra Þýskalands, Clarissa Duvigneau, opnar sýninguna Einstök Íslandskort 1535-1849 – Schulte landakortin á Minjasafninu á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 6. júní kl. 17. Á sýningunni gefur að líta 43 stór og smá Íslandskort helstu kortagerðarmanna Evrópu frá árunum 1535-1847.

Elstu kortin sýna óljósar útlínur sem oft byggjast á vafasömum upplýsingum, jafnvel hreinum lygasögum og fölsunum. Þar má einnig sjá ævintýraeyjar og furðudýr.

Lesa meira

Þingmenn opnið augun ¬og finnið kjarkinn

Ég veit að það er erfitt að vera öðruvísi. Líka þegar maður mætir í boð hjá erlendum ráðamönnum sem allir eru á því að Úkraína verði að sigra á vígvellinum í yfirstandandi stríði. Þetta er helstefna Evrópu í hnotskurn. Stríðið mun færast í aukana. Úkraína herja í vaxandi mæli á rússneskt land - með okkar hjálp - og Rússar svara með sífellt meiri hörku. Og nú er rætt um friðarráðstefnu í Sviss - en þangað er Rússum ekki boðið. 

Lesa meira

Útibú í lófanum

„Það sem áður útheimti heimsókn í útibú, biðraðir, að fylla út  eyðublöð og bið, er hægt að leysa með nokkrum smellum í bankaappi í snjallsíma.“

Margir komnir um og yfir miðjan aldur muna eftir því að hafa beðið í röð á föstudegi í bankaútibúi til að leggja inn launin frá vinnuveitandanum, sem greidd voru með ávísun eða seðlum. Fólk skipti ekki svo glatt úr sínum viðskiptabanka eða sparisjóð enda voru þeir oft nátengdir ákveðnum bæjarfélögum, atvinnugreinum og jafnvel stjórnmálaskoðunum.

Lesa meira

Félagslynd fjallageit hugar að fjölskyldu og forystu

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Vísindamanneskjan  er Sigríður Margrét Sigurðardóttir, lektor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri.

Lesa meira

Annasöm helgi í Grímsey

Grímsey er ein af fámennari kjördeildum landsins. Þar voru 51 á kjörskrá í kosningunum um helgina og kusu allir sem voru á staðnum eða 60% kjörskráðra.

Lesa meira

Götuhornið - Heimilisfaðir úr Naustahverfi skrifar

Í morgun meðan ég varð að setja snjókeðjurnar undir jeppann minn fór ég að hugsa um það hve embætti forseta Íslands væri í rauninni líkt hlutverki mínu sem húsbóndi heimilisins.  Bæði þessi embætti eru í raun táknræn fremur en nytsamleg.  Báðum embættunum fylgja völd og áhrif í orði kveðnu en eru í raun nær alveg valdalaus. Og svo grunar mig að ég, líkt og er oft með forsetana, hafi verið valinn til embættis míns af því að ég var besti kosturinn af mörgum alslæmum. Eini munurinn er sá að forsetinn er mest upp á punt, en ef marka má konu mína þá fer því fjarri að hægt sé að nota mig þannig.

Lesa meira

„Ætlaði bara að vera í eina önn á Íslandi“

Nele Marie Beitelstein kemur frá Þýskalandi en hún kom upphaflega til Íslands sem skiptinemi við Háskólann á Akureyri árið 2015 og ætlaði sér aldrei að stoppa lengur en í eina önn

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri: Opnun, fimmtudagskvöldið 6. júní kl. 20

Fimmtudaginn 6. júní kl. 20 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri: Samsýningin Er þetta norður? og Fluxus sýningarverkefnið STRANDED – W(H)/ALE A REMAKE PORTFOLIO – MORE THAN THIS, EVEN. Boðið verður upp á listamannaspjall með Inuuteq Storch og Gunnari Jónssyni um fyrrnefndu sýninguna og sýningarstjóraspjall með Wolfgang Hainke og Freyju Reynisdóttur um þá síðarnefndu. Á opnunarkvöldinu verður einnig boðið upp á örtónleika með grænlensku hljómsveitinni Nanook.

Lesa meira

KA áfrýjar

Yfirlýsing Knattspyrnudeildar KA vegna dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra, uppkveðnum þann 14. maí sl.

Lesa meira