Viltu höggva þitt eigið jólatré?
Ef þú ert þeirrar gerðar að það höfðar til þín að velja og höggva jólatréð sem svo seinna í stofunni þinni stendur og stjörnurnar glampa á, þá er tækifærið að renna upp!
Í aðdraganda jóla býður Skógræktarfélag Eyjafjarðar til útivistar þar sem öll fjölskyldan má mæta og höggva sitt eigið drauma jólatré í Laugalandsskógi á Þelamörk.
Þetta verður í boði tvær helgar fyrir jól þ.e 7-8. des. og 14-15. des. milli kl 11 og 15.
Stjórnarfólk úr félaginu mun taka á vel á móti ykkur með kakó og ketilkaffi í farteskinu, mögulega luma þau jafnvel á nokkrum piparkökum.
Eitt verð óháð stærð kr. 10.000 –
Nánari upplýsingar á vefsíðunni okkar @kjarnaskogur.is ingi@kjarnaskogur.is
Laugalandsskógur er í Hörgársveit gegnt Þelamerkursundlaug sem margir þekkja. Sé ekið frá Akureyri er beygt til vinstri við bæjinn Grjótgarð og áður en varir ert þú kominn í jólaskóginn okkar
Velkominn á Þelamörkina.