Fréttir

Fjárhagsáætlun Norðurþings samþykkt - jákvæð rekstarniðurstaða áætluð næstu 4 árin.

Fjárhagsáætlun Norðurþings 2025 og 2026-2028 var samþykkt í síðari umræðu á sveitarstjórnarfundi 5. desember 2024. Fyrri umræða fór fram 31. október og var unnið í áætluninni á milli umræðna í öllum fagráðum sveitarfélagsins.Forsendur fjárhagsáætlunar eru byggðar á 6 mánaða milliuppgjöri, þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og áætlunum greiningardeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Eining Iðja varar við svikamyllu í veitingageiranum – Gervistéttarfélagi beitt til að skerða kjör starfsfólks

Eining-Iðja tekur undir með Eflingu stéttarfélagi sem hefur verið að vara starfsfólk í veitingageiranum við gervistéttarfélaginu „Virðingu“.

Lesa meira

Eyfirskar gellur vinsælar á aðventunni á Spáni"

Eftirspurn eftir ferskum þorskgellum eykst gjarnan á þessum árstíma á Spáni, enda hefð fyrir því meðal innfæddra að snæða þennan herramannsmat í aðdraganda jólanna. Sunneva Ósk Guðmundsdóttir framleiðslustjóri Samherja á Akureyri segir reynt eftir bestu getu að verða við óskum kaupenda, ferskar gellur séu því sendar með flugi til Spánar.

Lesa meira

Íslandsþari fær lóð á Húsavík

Meiri­hluti sveit­ar­stjórn­ar Norðurþings samþykkti á fundi sín­um í gær að út­hluta Íslandsþara ehf. lóð fyr­ir starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Búðarfjöru 1 sem er á hafn­ar­svæðinu á Húsa­vík.

Lesa meira

Gleðilega bruna- og svikalausa aðventu og jól

Aðventan er vissulega einn skemmtilegasti tími ársins. Tími til að njóta með fjölskyldu og vinum. Svo rennir nýja árið í hlað með nýju upphafi. En hvorki slys, brunar né svik gera boð á undan sér.

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira

Jólahelgin mikla í Mývatnssveit er að bresta á!

 Um helgina er lag að heimsækja jólasveinana okkar í Dimmuborgum, baða sig með þeim í Jarðböðunum og klára jólagjafainnkaupin á stóra jólamarkaðnum í Skjólbrekku!

Lesa meira

Ingvar Þóroddsson verður yngsti þingmaðurinn á Alþingi

„Ég hlakka mikið til að takast á við nýtt starf,“ segir Ingvar Þóroddsson sem kjörinn var á Alþingi Íslendinga í kosningum síðastliðinn laugardag fyrir Viðreisn. Þar er hann yngsti þingmaðurinn, 26 ára gamall, fæddur árið 1998. „Ég er virkilega stoltur af okkur öllum, það er mikilvægt að ná inn kjördæmakjörnum þingmönnum í bæði Norðurlandskjördæmin og gerir okkur á margan hátt auðveldara fyrir að efla flokksstarfið og virkja grasrótina.“

Lesa meira

ÍBA fagnar 80 ára afmæli með íþróttahátíð í Boganum

Íþróttabandalag Akureyrar, ÍBA, fagnar 80 ára afmæli sínu með sannkallaðri íþróttahátíð í Boganum næstkomandi laugardag, 7. desember frá kl. 13 til 17. ÍBA var stofnað 20. desember árið 1944. Innan vébanda ÍBA eru tuttugu íþróttafélög og munu flest þeirra vera á staðnum og kynna starfsemi sína og leyfa gestum og gangandi að prufa hinar ýmsu íþróttagreinar en innan aðildarfélaga ÍBA eru stundaðar hátt í 50 íþróttagreinar. Góðir gestir líta við og í boði verða léttar veitingar. Svo skemmtilega vill til að á laugardag fagnar eitt aðildarfélaganna,  Íþróttafélagið Akur, 50 ára afmæli sínu og verður því fagnað sérstaklega á hátíðinni.

Lesa meira

Ný flugstöð og flughlað vígð á Akureyrarflugvelli

Ný flugstöð og nýtt flughlað voru vígð við hátíðlega athöfn og formlega tekin í notkun á Akureyrarflugvelli í dag. Fjölmenni var á vellinum þar sem áfanganum var fagnað.

Lesa meira

Hollywood klassík á svið á Húsavík

10. bekkur Borgarhólsskóla setur upp 10 hluti

 

Lesa meira