Fjárhagsáætlun Norðurþings samþykkt - jákvæð rekstarniðurstaða áætluð næstu 4 árin.
Fjárhagsáætlun Norðurþings 2025 og 2026-2028 var samþykkt í síðari umræðu á sveitarstjórnarfundi 5. desember 2024. Fyrri umræða fór fram 31. október og var unnið í áætluninni á milli umræðna í öllum fagráðum sveitarfélagsins.Forsendur fjárhagsáætlunar eru byggðar á 6 mánaða milliuppgjöri, þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og áætlunum greiningardeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga.