Fréttir

Góð reynsla af símafríi

Góð reynsla hefur verið af símafríi í grunnskólum Akureyrarbæjar síðan símasáttmáli var innleiddur í upphafi skólaársins. Reglurnar kveða á um að símar eru ekki leyfðir á skólatíma, hvorki í skólanum né á skólalóðinni, en unglingastigið fær að nota síma í frímínútum á föstudögum.

Lesa meira

3,5 milljarða styrkur til að tryggja vatnsgæði á Íslandi

Umhverfisstofnun, ásamt 22 samstarfsaðilum, hefur hlotið um 3,5 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til að vinna að fjölbreyttum verkefnum til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi.
Verkefnið ber yfirskriftina LIFE ICEWATER og er ætlað að: 

Lesa meira

Slæm loftgæði í dag – unnið er að rykbindingu

Loftgæði á Akureyri eru slæm í dag vegna mikils svifryks, sem stafar af hægum vindi, stilltu veðri og mengun. Þau sem eru viðkvæm fyrir, svo sem aldrað fólk, börn og einstaklingar með viðkvæm öndunarfæri, eru hvött til að takmarka útivist og áreynslu, sérstaklega nálægt fjölförnum umferðargötum.

Lesa meira

Holllvinir SAk enn á ferð - Nýr hitakassi á barnadeild

Barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) hefur fengið nýjan og fullkominn hitakassa af gerðinni Babyleo frá Dräger. Kassinn leysir af hólmi eldri gerð sem komin var til ára sinna og ekki lengur hægt að fá varahluti í. 

Nýi hitakassinn er bæði notendavænn og auðveldur í umgengni og mun nýtast afar vel á hágæslu nýbura á barnadeildinni. Á deildina leggjast inn veikir nýburar og fyrirburar sem fæddir eru eftir 34 vikna meðgöngu og eru hitakassar lykilbúnaður í meðferð þeirra.

 

Lesa meira

Fyrstu önn Leiklistaskóla Draumaleikhúsins lokið

Fyrstu önn Leiklistarskóla Draumaleikhússins lauk um helgina með nemendasýningu í Deiglunni.  Sýningin; Elísabet Scrooge - Alein á jólum var sýnd  og var hún lokapunktur af 12 vikna námskeiði á 1.stigi. 

Lesa meira

Starfsfólk í Hlíðarfjalli auglýsir eftir vetrinum!

,,Það er svo misjafnt sem mennirnir hafast að“  segir í Hótel Jörð  Tómasar Guðmundssonar og það má etv heimfæra upp á þá stöðu sem uppi er í veðrinu?   Sumir vilja snjó strax og mikið af honum,  meðan aðrir  fagna hverjum degi í snjóleysi. 

Lesa meira

Framkvæmdir við borholu á Svalbarðseyri

Í haust stóðu yfir framkvæmdir á borholu SE-01 á Svalbarðseyri. Hola SE-01 er 928 metra djúp og upp úr henni rann sjálfrennandi vatn, um 4,6 l/s og 55°C heitt. Holan var notuð fyrir hitaveitu Svalbarðseyrar allt til ársins 2003, en þá var lögð stofnlögn frá Brunná að Svalbarðseyri og hefur því vatn frá Laugalandi þjónað Svalbarðsstrandarhreppi síðan. Eftir það hefur hola SE-01 eingöngu verið notuð fyrir bæinn Svalbarð.

Lesa meira

Bergur Jónsson nýr yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra

Þann 1. nóvember síðastliðinn tók Bergur Jónsson við sem nýr yfirlögregluþjónn hjá embættinu. Bergur er fæddur og uppalinn Akureyringur og hefur starfað sem lögreglumaður frá árinu 1995, bæði sem rannsóknarlögreglumaður, lögreglufulltrúi og varðstjóri í sérsveit.

Lesa meira

Alls tóku 33 einstaklingar í Eyjafjarðarsveit þátt í átakinu Syndum sem fram fór í nóvember.

Alls tóku 33 einstaklingar í Eyjafjarðarsveit þátt í átakinu Syndum sem fram fór í nóvember. Átakið var á vegum ÍSÍ og var því ætlað að hvetja landsmenn til að nýta sundlaugar landsins til hollrar hreyfingar.

 

Lesa meira

Nýbygging íbúða í Mývatnssveit

Þingeyjarsveit og Brák íbúðafélag hses. stefna á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum í Mývatnssveit og auglýsa því eftir byggingaraðilum til samstarfs.

Fyrirhugað er að Brák verði þátttakandi í byggingu á tveimur íbúðum þar sem íbúðir Brákar verði annars vegar 65 fermetrar og hins vegar 95 fermetrar að stærð.

Lesa meira