Fréttir

Markús – á flótta í 40 ár

Út er komin bókin, Markús. Á flótta í 40 ár. Öðruvísi Íslandssaga, eftir Jón Hjaltason sagnfræðing. Markús, sem var Eyfirðingur, átti litríkan æviferil. Jón segir þó ekki aðeins sögu Markúsar. Í kjarnyrtum styttri köflum varpar hann einnig ljósi á samfélag 19. aldar og tekst á við goðsagnir. Máttu fátækir giftast? Alræði bænda? Voru einstæðar mæður réttlausar? Fjallað er um tukthús og böðla, hið víðfeðma hlutverk presta og DNA-próf 19. aldar. Grípum niður þar sem lýst er vetrarhörkum 19. aldar:

 

Lesa meira

Íbúðum fjölgað í Tónatröð

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í gær skipulagslýsingu vegna breytinga á skipulagi svæðis við Spítalaveg og Tónatröð í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu.

Lesa meira

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar samþykkt í bæjarstjórn

Lesa meira

Framkvæmdastjóraskipti hjá Slippnum um áramót, Páll tekur við af Eiríki

„Ég lít stoltur um öxl. Tími minn hjá Slippnum hefur verið mér gefandi," segir Eiríkur S. Jóhannsson sem hættir um áramót þegar Páll Kristjásson tekur við.

Lesa meira

Norðursigling hlýtur alþjóðlega vottun fyrir ábyrga hvalaskoðun

Vottunin er mikilvæg viðurkenning fyrir það mikla frumkvöðlastarf sem Norðursigling hefur unnið í þróun ábyrgrar umgengni við hvali á Skjálfandaflóa.

Lesa meira

Soroptimistar á Akureyri færðu Bjarmahlíð veglega peningagjöf

Bjarmahlíð býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. Einnig var styrkur sendur til Kvennaráðgjafarinnar sem veitir konum lögfræði- og félagsráðgjöf án endurgjalds.

Lesa meira

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í lok mars 2022

Framboðsfrestur í prófkjörinu er til 26. febrúar og kosið verður mánuði síðar.

Lesa meira

Fræðsla fyrir íþróttafélög um kynferðislega áreitni

Á fyrirlestrunum var farið yfir skilgreiningar og birtingarmyndir kynferðislegrar áreitni og afleiðingar hennar á einstaklinga, íþróttafélög og samfélagið.

Lesa meira

Hugmynd um að Iðnaðarsafn verði hluti af sögu- og minjasafni

 „Ég gat ekki hugsað þá hugsun til enda að skellt yrði í lás á því ári þegar við minnist forsprakkans sem hóf þetta ævintýri, þannig að ég tók að mér að stýra safninu,“ segir Þorsteinn Arnórsson sem gengt hefur stöðu safnsstjóra á Iðnaðarsafninu á Akureyri, launalaust í 10 mánuði.

Lesa meira

„Jólaljósin koma mér í jólaskap“

„Ég held ég verði að segja að uppáhalds jólahefðin mín sé sú að við maðurinn minn kaupum alltaf nýja, skemmtilega hluti á jólatréð á hverju ári og það er alltaf svo gaman þegar við skreytum það. Í fyrra vorum við með tré sem var 250 cm og skrautið okkar dugði á það, svo það mætti segja að við séum komnir með ágætt safn. Einnig er alltaf yndislegt að gera laufabrauð með fjölskyldunni en við gerum það á hverju ári.“

Lesa meira