Markús – á flótta í 40 ár
Út er komin bókin, Markús. Á flótta í 40 ár. Öðruvísi Íslandssaga, eftir Jón Hjaltason sagnfræðing. Markús, sem var Eyfirðingur, átti litríkan æviferil. Jón segir þó ekki aðeins sögu Markúsar. Í kjarnyrtum styttri köflum varpar hann einnig ljósi á samfélag 19. aldar og tekst á við goðsagnir. Máttu fátækir giftast? Alræði bænda? Voru einstæðar mæður réttlausar? Fjallað er um tukthús og böðla, hið víðfeðma hlutverk presta og DNA-próf 19. aldar. Grípum niður þar sem lýst er vetrarhörkum 19. aldar: