Þorsteinn Jakob er ungskáld Akureyrar 2021
Úrslit í ritlistakeppni Ungskálda 2021 voru kynnt í Amtsbókasafninu á Akureyri síðdegis. Fyrstu verðlaun hlaut Þorsteinn Jakob Klemenzson fyrir „Vá hvað ég hata þriðjudaga!“ Í öðru sæti var Halldór Birgir Eydal með „Ég vil ekki kaupa ný jakkaföt“ og Þorbjörg Þóroddsdóttir hreppti þriðja sætið fyrir verk sitt „Mandarínur“. Alls bárust 52 verk frá 29 þátttakendum í keppnina að þessu sinni.