Fréttir

Það geta allir skráð sig í björgunarsveit

Jón Ragnar

Flugeldasala björgunarsveita hefur verið gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir þeirra starf. Leonard Birgisson byrjaði að starfa í björgunarsveit 1980 og hefur hann gegnt fjölmörgum störfum á þeim vettvangi. Hann hefur verið formaður, gjaldkeri og séð um nýliðastarf auk þess að sinna almennum verkefnum sem félagi í björgunarsveit. Þá hefur hann einnig setið í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar, verið gjaldkeri félagsins og formaður flugeldanefndar. 

Hvernig eru störf björgunarsveitarinnar um hátíðirnar? Er meira álag?

„Það er öllu jöfnu ekkert aukið álag á björgunarsveitir um hátíðirnar nema í þeim tilfellum sem veðurfar setur samgöngur og mannlíf úr skorðum. Verkefni sem björgunarsveitir fengu í hendur í byrjun desember 2019 og voru viðvarandi langt fram á árið 2020 eru enn í fersku minni. Einnig er 30. desember 2018 eftirminnilegur því þá fengum við krefjandi fjallabjörgunarverkefni í Dalsmynni þar sem þekking og samvinna skipti sköpum við að bjarga einstaklingum sem slösuðust í fjallgöngu.“

Mikilvæg fjáröflun

Hversu mikilvæg er flugeldasalan ykkur í björgunarsveitinni?

„Flugeldasala á sér áratuga hefð á Íslandi og er björgunarsveitum mjög mikilvæg og í mörgum tilfellum stendur hún undir 50-70% af tekjum björgunarsveita.“

Lesa meira

Opnun Hlíðarfjalls frestað til morguns

Til stóð að skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnaði í dag en því hefur nú  verið frestað af óviðráðanlegum orsökum. 

Lesa meira

Glerárlaug verður opin á virkum dögum

Við gerð fjárhagsáætlunar Akureyarbæjar fyrir árið 2022 var ákveðið að gera breytingar á þjónustu Glerárlaugar sem hafa í för með sér að dregið er úr afgreiðslutíma fyrir almenning.

Lesa meira

Stjórnsýslubreytingar taka gildi um áramót

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn stjórnsýslubreytingar sem áður voru til umfjöllunar hjá bæjarstjórn og samþykktar þann 15. júní sl. 

Lesa meira

Lára Sóley rifjar upp sígilda takta með Hymnodiu

Kvöldið 22. desember er löngu orðið jólatónleikakvöld Hymnodiu. Kórinn hefur sungið í Akureyrarkirkju þetta kvöld í áratug og mörgum er ómissandi að gera hlé á jólaönnum til að njóta kyrrðar og friðar með Hymnodiu í kirkjunni.

Lesa meira

Samkomulag um uppbyggingu á félagssvæði KA

Samkomulagið er gert á grundvelli viljayfirlýsingar sem var undirrituð í janúar síðastliðnum og heimilaði KA að vinna drög að deiliskipulagi sem hefur nú öðlast gildi.

Lesa meira

Þórsarar bjóða í rjómavöfflur og rjúkandi súkkulaði í Hamri á morgun

Fyrrverandi formenn Þórs byrja að hita vöfflujárnið kl. 9 

Lesa meira

Þankar gamals Eyrarpúka

Um miðja síðustu öld var einn barnaskóli á Akureyri, einn gagnfræðaskóli, tvö kaupfélög, þrjár leigubílastöðvar enda fátt um einkabíla og svo tveir barir: Diddabar og Litlibar sem báðir gerðu út á bindindi og fagurt líferni í hvívetna enda þótt einhverjir þættust merkja þar óreglu endrum og sinnum – einkum þegar togarar voru í höfn. Þá var oft gott að læðast inn á barina og kaupa Valash, Lindubuff og bolsíur, allt eftir kaupgetu hvers dags sem venjulega var í beinum tengslum við hvað tókst að selja mörg eintök af Degi þá vikuna á kaupfélagshorninu við brunahanann stóra.

Lesa meira

Kollgerðishagi verður Móahverfi

Drög að deiliskipulagi svæðisins voru kynnt í október sl. þar sem markmiðið er að leggja grunn að hverfi með fjölbreyttum íbúðagerðum og grænum svæðum

Lesa meira

„Byltingarkennd breyting við fjármögnun“

Klínísk starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri verður frá 1. janúar næstkomandi fjármögnuð í samræmi við umfang veittrar þjónustu þar sem byggt er á DRG; alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu

Lesa meira