Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar samþykkt í bæjarstjórn
15. desember, 2021 - 07:59
Egill Páll Egilsson - egillpall@vikubladid.is
Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2022, auk þriggja ára áætlunar 2023-2025, var tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar í gær.
Áætluð rekstrarniðurstaða samstæðunnar (A- og B- hluta) árið 2022 er neikvæð um 624 milljónir króna. Gert er ráð fyrir batnandi afkomu til ársins 2025 og að tekjur hækki meira en gjöld. Sjá nánar HÉR
Nýjast
-
Um 200 manns kynntu sér starfsemi Pharmarctia á Grenivík
- 15.11
Um 200 manns komu við á opnu húsi hjá fyrirtækinu Pharmarctia á Grenivík um liðna helgi. Þá var formlega tekið í notkun 1500 fermetra viðbótarhúsnæði sem gestum og gangandi bauðst að skoða jafnframt því að kynna sér starfsemi félagins. -
Bókarkynning - Ókei
- 15.11
Út er komin bókin ÓKEI — uppruni og saga þekktasta orðatiltækis í heimi. Höfundur er Sigurður Ægisson og Hólar gefa út. OK eða O.K., ýmist ritað með lág- eða hástöfum, er sagt vera þekktasta útflutningsafurð Bandaríkjanna, fyrr og síðar. Alla vega er þessi stafasamsetning fyrir löngu komin um gjörvalla Jörð og mun í ofanálag vera fyrsta orðið sem heyrðist mælt á Tunglinu. Það er ekki lítið afrek. Hvað með aðrar reikistjörnur verður, á eftir að koma í ljós. -
Mikið um að vera á matvælabraut VMA
- 15.11
Ekki eru mörg ár liðin frá því nemar í starfnámi við matvælabraut Verkmenntaskólans á Akureyri þurftu að halda suður í Menntaskólann í Kópavogi til að ljúka námi sínu. Aukin eftirspurn frá bæði nemendum og atvinnulífinu hefur leitt til þess að VMA jók námsframboð sitt og nemar geta nú lokið námi sínu í heimabyggð. Þjónustusvæðið er einkum Norður- og Austurland. -
16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum
- 15.11
Er ekki kominn tími til þess að við tökum umræðu um það fyrir alvöru á Íslandi að hækka aldurstakmarkið á samfélagsmiðlum? Hér er um að ræða málefni sem snertir lýðheilsu barna og ungmenna beint og því nauðsynlegt að gefa þessu málefni rými í aðdraganda kosninga. -
Endurreisnartónleikar Hymnodiu og SCS í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag Uppfært tónleiknum hefur verið frestað um óákv tíma
- 14.11
Hymnodia, norræna endurreisnarhljómsveitin Scandinavian Cornetts and Sackbuts og Ágúst Ingi Ágústsson, stjórnandi Cantores Islandiae, flytja gullfallega ítalska, spænska og enska endurreisnartónlist á tónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 17. nóvember kl. 17. -
Frambjóðendur í Norðausturkjördæmi mætast í Hátíðarsal HA á morgun
- 14.11
Stúdentafélag Háskólans á Akureyri (SHA) með aðstoð Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) standa fyrir pallborðsumræðum með frambjóðendum í Norðausturkjördæmi á morgun, föstudaginn 15. nóvember kl. 12:00 í Hátíðarsal HA. Einnig verður streymt frá viðburðinum á Vísi og YouTube-rás Háskólans á Akureyri fyrir þau sem hafa ekki tök á að mæta á staðinn. -
Bæjarráð vill aðflugsferla við Akureyrarflugvöll endurbætta hið fyrsta
- 14.11
Segja má að Bæjarráð Akureyrar láti ÍSAVIA heyra það í samþykkt sem ráðið lét frá sér fara eftir fund ráðsins í dag. Óánægja bæjarráðs er vegna tafa við gerð nýrra aðflugsferla fyrir flug úr suðri að Akureyrarflugvelli. -
Vegagerðin tekur kafla Hjalteyrarvegar af þjóðvegaskrá
- 14.11
Vegagerðin hefur tilkynnt Hörgársveit að breyting verði gerð á afmörkun Hjalteyrarvegar – 811 og verður hluti hans þar með felldur úr tölu þjóðvega og af vegaskrá. Allir vegir hér á landi eru skilgreindir eftir vegalögum. -
Matargjafir ganga í endurnýjun lífdaga fyrir jólin
- 14.11
„Þar sem að ég virðist ekki geta slitið mig frá Matargjöfum (held að við séum ein eining) þá hef ég ákveðið að halda áfram í breyttri mynd 11. jólin okkar saman,“ skrifar Sigrún Steinarsdóttir á facebook síðu Matargjafa á Akureyri og nágrenni. Hún opnaði fyrr í vikunni reikning Matargjafa og vonar að þeir sem áður lögðu henni lið með mánaðarlegu framlagi haldi því áfram, „því án ykkar er þetta ekki hægt.“