Fréttir

Slökkvibíllinn í Grímsey er fjörgamall

Sjúkrabílinn kemst ekki leiðar sinnar utan vegakerfisins

Lesa meira

Þróa kennsluefni fyrir aldraða um stafræna heiminn

Þekkingarnet Þingeyinga (ÞÞ) vinnur um þessar mundir að evrópsku samstarfsverkefni sem gengur út á að þróa kennsluefni fyrir eldri borgara. Þar sem markmiðið er að kenna þessum hópi fólks að fóta sig í hinum stafræna heimi.

Lesa meira

Um 70 tonn af olíu og fitu safnast á hverju ári

Um 70 tonn af olíu og fitu safnast árlega á Eyjafjarðarsvæðinu í gegnum fitusöfnunarkerfi sem Akureyrarbær, Norðurorka, Orkey og Terra hafa byggt upp. Græn trekt hefur verið í boði á Akureyri frá því síðla árs 2015 og fjölgar sífellt heimilinum í bænum og á svæðinu öllu sem safna þeirri úrgangsolíu sem til fellur og skila í réttan farveg í gengum kerfið. Desember er sá mánuður þegar mest fellur til af úrgangsolíu.

Endurvinnsla

Undanfarin ár hafa heimilin á svæðinu safnað og skilað inn um 6 tonnum af úrgangolíu og fitu á ári. Veitingahús og mötuneyti skila um tífalt meira magni eða um 60 tonnum árlega, þannig safnast nær 70 tonn af olíu og fitu árlega. Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku segir að árangur þessa verkefnis góðan og ávinningurinn mikill. „Það má líta svo á að hver og einn sem safnar olíu og fitu á sínu heimili og skilar í réttan farveg sé eigin olíuframleiðandi,“ segir hann en einn lítri af olíu sem skilað er inn verður með íblöndun metanols að einum lítra að lífdísil.

Magnið mest í desember

Nú í desember fellur óvenjumikið af þessu hráefni til þegar landsmenn steikja ókjörin öll af laufabrauði, soðnu brauði og kleinum til viðbótar við allt hangikjötið og steikurnar sem boðið er upp á. „Það fellur til mun meira af steikarolíu, tólg og fitu  á heimilum landsins en í öðrum mánuðum ársins og ekki úr vegi að minna fólk á mikilvægi þess að safna þessu saman og skila inn fremur en skola niður í vaskinn,“ segir Guðmundur.

Lesa meira

Birkir Blær kom sá og sigraði

Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaður frá Akureyri sigraði rétt í þessu í sænsku Idol söngvakeppninni sem sýnd var á Tv4. Birkir og sænska stúlkan Jacqline Mossberg Mounkassa kepptu til úrslita í kvöld og sungu þau hvort um sig þrjú lög.

Lesa meira

Oddfellow styrkir Jólaaðstoð myndarlega

Fimm Oddfellow stúkur eru á Akureyri. Þær hafa styrkt Jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðar um 3,3 milljónir króna.

 

Lesa meira

Það er gott að gráta

Ég fór að gráta um daginn. Það er svo sem ekkert í frásögur færandi. Ég er mjúkur maður sem leyfir sér stundum að gráta, tilfinningabolti sem hlær mikið hlýtur líka stundum að gráta. Svo hefur mig líka alltaf grunað að það sé hollt og gott að gráta annað slagið. Við mannfólkið elskum allt sem er hollt, það er meira að segja í tísku að vera hollur. En þrátt fyrir það held ég að ansi margir, og þá kannski sérstaklega kynbræður mínir, leyfi sér ekki að gráta nógu oft. 

Lesa meira

Krefjast þess að ríkið kaupi eignarhluta Akureyrarbæjar

Akureyrarbær krefst þess að ríkið bregðist við án tafa og kaupi eignarhluta bæjarins í fasteignum hjúkrunar- og dvalarheimila í bænum.

Lesa meira

Þörfin óvenju mikil í fyrra en meiri í ár

Matargjafir á Akureyri og nágrenni hefur aðstoðað fólk í neyð í 7 ár

Lesa meira

Nýjar staðsetningar til skoðunar fyrir stórþaravinnslu

Fulltrúar á vegum Íslandsþara ehf. komu á fund byggðarráðs Norðurþings á dögunum. Fyrirtækið hyggst reisa 4-5 þúsund fermetra hús fyrir vinnslu á stórþara úr Skjálfandaflóa. Fulltrúar Íslandsþara kynntu stöðu verkefnisins fyrir ráðinu.

Lesa meira

Gleymum ekki þeim sem minna hafa

Það er óskandi að allir séu komnir í jólaskap og gleðin ráði ríkjum nú þegar aðventan er í algleymingi. Jólin eru jú tími kærleika og friðar, hátíð barna og fjölskyldunnar.

Lesa meira