Fréttir

Fólk enn að átta sig á að allir geta leigt bílinn

Deilibíl á Akureyri vel tekið

Lesa meira

Vilja koma sér upp björgunarmiðstöð á Þórshöfn

Langanesbyggð, Slökkvilið Langanesbyggðar, Neyðarlínan, Björgunarsveitin Hafliði á Þórshöfn og Heilbrigðisstofnun Norðurlands; undirrituðu á dögunum viljayfirlýsingu um að koma á laggirnar björgunarmiðstöð á Þórshöfn.

Lesa meira

Óeðlilegt að Kirkjan haldi á jarðhitaauðlind án þess að tengjast nýtingunni

Segir Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku en Kirkjan ætlar að eiga réttindin áfram en selja húsakost

Lesa meira

Tímamótasamningur um starfsþjálfun í Fjölsmiðjunni

Í dag var undirritaður samningur milli Akureyrarbæjar, Einingar-Iðju og Fjölsmiðjunnar á Akureyri vegna starfsþjálfunar. Samningurinn felur í sér að ungt fólk sem starfar í Fjölsmiðjunni fær stöðu launþega sem hefur í för með sér stóraukin réttindi. 

Lesa meira

Jarðskjálfti við Skjálfanda: 2,9 að stærð

Lesa meira

Framsókn stillir upp í Norðurþingi

Félagsfundur Framsóknarfélags Þingeyinga samþykkti á fundi sínum að nota uppstillingu við skipan á B-lista Framsóknar & félagshyggju í Norðurþingi fyrir komandi kosningar.

Lesa meira

Sköpun bernskunnar á Listasafninu

Þetta er níunda sýningin undir þessari yfirskrift, en hún er sett upp sem hluti af safnfræðslu og með það markmið að gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn.

Lesa meira

Leiðin ofan í fjöru opnuð með rás í gegnum garðinn

Lagfæring á sjóvarnargarði við Svalbarðseyri

  • Útbúa hjólabrautir og aðlaðandi svæði á Svalbarðseyri
Lesa meira

Hefur jákvæð áhrif á andann í hverfinu

„Það er mikil og almenn ánægja með reiðgerðið og má segja að andinn í hverfinu hafi lyfst í hæstu hæðir,“ segir Svanur Stefánsson sem sæti á í stjórn Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Félagið kostaði framkvæmd við yfirbyggt reiðgerði í hesthúsahverfinu Breiðholti, það er ríflega 200 fermetrar að stærð, kostaði um 7 milljónir króna og stendur öllum félagsmönnum til boðað að nýta það endurgjaldslaust.

Svanur segir að reiðgerðið hafi aldeilis slegið í gegn meðal þeirra sem halda hross í Breiðholtshverfinu, en engin aðstaða var þar til staðar áður. „Fólk var með hross sín í eigin girðingum á klaka og svelli og það er alls ekki boðleg aðstaða til að þjálfa hross. Þetta reiðgerði hefur gert heilmikið fyrir hverfið og óhætt að fullyrða að það er vel nýtt. Nánast alltaf einhver að nota það frá morgni fram eftir kvöldi og aldursbilið er breitt, hér eru krakkar niður í 9 ára og fólk komið yfir sjötugt.“

Breiðholt er annað af tveimur hestahúsahverfum á Akureyri og það eldra. Þar eru um 100 hesthús og mikill fjöldi hesta. Það er fullbyggt og þegar svo var komið var annað hverfi byggt upp í Lögmannshlíð. Þar eru nú öll ný hesthús byggð og þar er reiðhöllin staðsett og mikið nýtt. Svanur segir að Breiðhyltingar noti reiðhöllina vel, en það kosti smá bras að fara yfir, með hross í kerru eða ríðandi ef þau eru tamin. „Þetta reiðgerði gerir mikið fyrir þá sem eru með hross í tamningu og þjálfun,“ segir hann, en reiðgerðið var tekið í notkun milli jóla og nýjárs.

Lesa meira

Boða hækkun út á markaðinn í takt við hækkandi matvælaverð

Kjarnafæði-Norðlenska hækkar verð fyrir sauðfjárafurðir í haust um 10% að lágmarki

Lesa meira