Jarðskjálfti við Skjálfanda: 2,9 að stærð
Jarðskjálfti af stærðinni 2,9 varð klukkan 00:23 í nótt. Upptök skjálftans voru í Þverárfjalli um þrettán kílómetra suð- suðvestur af Flatey á Skjálfanda.
Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að skjálftinn hafi fundist á Akureyri og nokkrir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið.
Haft er eftir Bjarka Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingi á Rúv að skjálfti á þessum slóðum eigi sér oftast upptök austar í Skjálfanda, nær Flatey. Hann segir jafnframt að grannt verði fylgst með og líklegast sé að skjálftinn tengist Húsavíkur- og Flateyjarmisgenginu.