Fréttir

Ingvar hættur sem formaður KA

Ingvar Gíslason hefur tekið þá ákvörðun um að stíga til hliðar sem formaður KA frá og með deginum í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ingvari á vef KA í gær.

Lesa meira

Grátlega erfið staða hjá mörgum

-Örvæntingarfull skilaboð frá fólki sem á ekkert

Lesa meira

Leið til betri heilsu og lífsgæða

Anita Ragnhild Aanesen fagstjóri og verkefnastjóri fyrir heilsueflandi móttökur á HSN á Akureyri


mth@vikubladid.is

Um 500 manns á Akureyri og nágrannasveitarfélögum nýta sér þjónustu heilsueflandi móttöku Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN vegna sykursýki 2. Fólk með sykursýki 2 getur lifað eðlilegu lífi með heilbrigðu líferni ef hugað er vel að því að halda  blóðsykri í jafnvægi og með hollu mataræði og hreyfingu.  HSN opnaði í apríl í fyrra heilsueflandi móttöku á Akureyri fyrir þá sem glíma við sykursýki 2 og offitu sem gjarnan fylgjast að.

Anita Ragnhild Aanesen fagstjóri og verkefnastjóri fyrir heilsueflandi móttökur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir að HSN reki í allt 17 heilsugæslur og heilsugæslusel, þar af eru 6 svokallaðar meginstarfsstöðvar á þéttbýlisstöðum á Norðurlandi.  „Heilsueflandi móttökur voru komnar upp á öðrum megnstarfstöðum HSN  þannig að móttakan á Akureyri var síðust í röðinni. Við opnuðum í fyrra vor og þá fengum við í hendur lista með yfir 500 manns sem tekst á við sykursýki 2. Hluti af þessu fólki er í eftirliti og meðferð á Sjúkrahúsinu á Akureyri, en á okkar lista voru um það bil 325 manns. Á tæpu ári höfum við náð að bjóða þeim öllum upp á viðtal,“ segir Anita. Hún segir að náin samvinna sé á milli stofnananna tveggja í þessum málaflokki og haldnir eru reglulegir fundir til að efla samstarfið.

Anita segir að rík áhersla sé lögð á að ná til þess fólks sem er í áhættuhópi og að bæta þjónustu við það, sem kostur er. „Þessi móttaka er liður í því að gera þetta aðgengilegt fyrir fólk sem er í hættu og það er ánægjulegt að viðtökur eru almennt góðar. Fólk þiggur að koma til okkar og taka á sínum málum í kjölfarið.“

Hún segir að í raun sé ævintýri líkast að tekist hafi að koma heilsueflandi móttöku í gang á Akureyri og taka á móti svo mörgum skjólstæðingum, í miðjum heimsfaraldri, þegar meira var verið að draga úr en auka við.  „Við erum afskaplega stolt og ánægð með að þetta hefur gengið svona vel.“

Nýgengi sykursýki 2 jókst um 250% frá 2005 til 2018

Tveir starfsmenn starfa við heilsueflandi móttökur og skipta 110% starfi. Að starfseminni koma líka sjúkraþjálfari, næringarráðgjafi, iðjuþjálfi, sálfræðingar og læknar.  Anita segir að þörf sé á að efla starfsemina, umfangið sé það mikið og til mikils að vinna að fá fólkið til sín. „Það er greinilega mikil þörf fyrir þessa þjónustu og í náinni framtíð sé ég fyrir mér að við þurfum að auka við.“

Nefnir Anita að á árabilinu frá 2005 til 2018 hafi orðið 250% aukning í nýgengni sykursýkis 2 tilfella hér á landi. „Umfangið er alveg gríðarlegt og við verðum að gera það sem hægt er til að stemma stigu við frekari aukningu,“ segir hún, en samkvæmt rannsóknum eru um 27% landsmanna, tæpur þriðjungur, greindur með offitu. Hún segir offitu eina þá stærstu áskorun sem nútíma heilbrigðiskerfi stendur frammi fyrir.

Á landsvísu er vinnuhópur á vegum Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu starfandi, til undirbúnings innleiðingar á heilsueflandi móttökum í heilsugæslunni, en markhóparnir fyrir þá þjónustu eru aldraðir og fólk með fjölþættan og/eða langvinnan heilsuvanda.

Lesa meira

2000 í einangrun og Sjúkrahúsið á Akureyri á hættustigi

Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra eru í dag skráðir um 2000 í einangrun vegna Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sjúkrahússins á Akureyri.

Lesa meira

Vilja byggja ofan á gamla bankahúsið í Geislagötu

Til stendur að byggja ofan á Arionbankahúsið við Geislagötu 4, íbúðir verða á efri hæðum en verslun og þjónusta á jarðhæð. 

Lesa meira

Draumur um frelsi

Útvarpsmaðurinn og gleðigjafinn Siggi Gunn rýnir í texta Billy Taylor frá árinu 1963 í laginu I Wish I Knew How It Would Feel to Be Free

Lesa meira

Hilda Jana leiðir áfram hjá Samfylkingu

Framboðslisti Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar var samhljóða samþykktur á á félagafundi Samfylkingarinnar á Akureyri í gærkvöld.

Lesa meira

Kemur til greina að rífa Borgarbíó

Verktakafyrirtækið BB Byggingar hefur keypt húsnæði Borgarbíós í miðbæ Akureyrar

Lesa meira

Vetrarfjör hjá Corpo di Strumenti

Tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti verður í vetrar-, barokk- og frumflutningsstuði um helgina. Hópurinn heldur TÓLF TÓNA KORTÉRS tónleika á Listasafni Akureyrar laugardaginn 26. febrúar kl. 15 og 16, þar sem Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Brice Sailly frumflytja tónverkið FIMM FYRIRBÆRI Í FEBRÚAR eftir þá fyrrnefndu á tvennum kortérs löngum tónleikum

Lesa meira

Hafrún Olgeirsdóttir leiðir D-lista í Norðurþingi

Uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi bar upp til samþykktar framboðslista flokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna 2022 á fjölmennum félagsfundi á Húsavík í dag

Lesa meira