Framsókn stillir upp í Norðurþingi

Félagsfundur Framsóknarfélags Þingeyinga samþykkti á fundi sínum að nota uppstillingu við skipan á B-lista Framsóknar & félagshyggju í Norðurþingi fyrir komandi kosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Framboðið fékk þrjá fulltrúa af níu í kosningunum 2018, rúmlega 26% atkvæða og bætti við sig einum fulltrúa. Síðastliðin 4 ár hafa kjörnir fulltrúar ásamt nefndarfólki boðað mánaðarlega til opinna funda til að fara yfir málefni sveitarfélagsins og það gefist vel. Samvinna og upplýsingagjöf eru mikilvægir þættir í ábyrgri þátttöku íbúa í sveitarstjórnarmálum,“ segir í tilkynningunni.

Nýjast