Sævar Pétursson bíður sig fram til formanns KSÍ
Í tilkynningu segir Sævar að undanfarnar vikur hafi hann fengið fjölda áskorana um að bjóða sig fram til formanns KSÍ og hann hafi notað síðustu daga til að íhuga málið
Í tilkynningu segir Sævar að undanfarnar vikur hafi hann fengið fjölda áskorana um að bjóða sig fram til formanns KSÍ og hann hafi notað síðustu daga til að íhuga málið
Veður á Akureyri er mun skaplegra en aðvaranir Veðurstofu Íslands og almannavarna höfuð gert ráð fyrir. Starfsemi og þjónusta Akureyrarbæjar er því smám saman að færast aftur í eðlilegt horf
Allt skólahald í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar, sem og Tónlistarskólanum á Akureyri, hefur verið aflýst á morgun vegna óveðursins sem gengur nú yfir. Fólk hvatt til að vera sem minnst á ferli. Tilmæli um niðurfellingu skólahalds eru komin frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra á landinu lýst yfir hættustigi almannavarna frá miðnætti vegna óveðurs um land allt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Þórhallur Jónssn hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Undanfarin fjögur ár hefur Þórhallur verið bæjarfulltrúi og setið í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
„Borgarstjóri Akureyrar býður til opins íbúafundar fimmtudaginn 10. febrúar kl. 20:00 þar sem kynnt verður það sem efst er á baugi í skipulagsmálum innan borgarinnar og mun eiga samtal við fundarmenn um framtíðarþróun hennar. Íbúar eru hvattir til að senda spurningar sínar fyrir fundinn svo upplýsa megi um það sem þeim er ofarlega í huga.”
Eyrnakonfekt er samstarfsverkefni fjögurra söngvara og píanista um frumflutning á söngverkum eftir Þórunni Guðmundsdóttur en hún hefur getið sér gott orð fyrir leikrita- og óperuskrif á undanförnum árum.
Heimir Örn Árnason, fyrrum handboltamaður og stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri, hefur tilkynnt að hann gefi kost á sér í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
„Við stefnum á að hefja steypuvinnu í mars ef veður og vindar leyfa,“ segir Björgvin Björgvinsson framkvæmdastjóri og einn eigenda félagsins Höfði Development, þróunarfélagsins sem byggir Höfða Lodge hótel við Grenivík. Vinnuaðstaða hefur verið sett upp á gamla malarvellinum þar sem gert er ráð fyrir að starfsmenn dvelji meðan á uppbyggingu hótelsins stendur, en pláss er þar fyrir 16 til 18 manns.
Björgvin segir að jarðvegsvinnu sé að mestu lokið, vegagerð sömuleiðis og búið sé að setja niður vatnstanka á svæðinu. Nú taki steypuvinna við um leið og aðeins fer að vora meira. „Við gerum ráð fyrir að steypa eitthvað fram á sumarið, fram í júlí eða ágúst og vonum að einhver mynd verði komin á svæðið með haustinu,“ segir Björgvin.
Þegar búið verður að steypa húsin upp tekur við innivinna næsta vetur, að innrétta hótelið og því sem fylgir. Hótelið sjálft er um 6 þúsund fermetrar að stærð og þá verður byggð upp starfmannaaðstaða, um eitt þúsund fermetrar auk hesthúss sem verður um 350 fermetrar.
Marel hefur nú keypt samtals 100% hlut í Curio, framleiðanda vinnslulausna fyrir hvítfisk. Frá því að Marel keypti 40% hlut í Curio í október 2019 og 10% til viðbótar í janúar 2021, hafa fyrirtækin unnið náið saman og deilt þekkingu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Curio sem hefur rekið starfsstöð á Húsavík undan farin ár.