Fyrsta flug vetrarins frá Amsterdam til Akureyrar
Fyrsta flugvél vetrarins á vegum Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli í morgun og er það sannarlega góð innspýting í norðlenska ferðaþjónustu.
Fyrsta flugvél vetrarins á vegum Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli í morgun og er það sannarlega góð innspýting í norðlenska ferðaþjónustu.
Áhersla 112 dagsins sem haldinn er um land allt föstudaginn 11. febrúar er að þessu sinni lögð á að vinna gegn hverskonar ofbeldi, en ofbeldishegðun hefur farið vaxandi þau tvö ár sem Covidfaraldurinn hefur geysað.
Linda Björk Ólafsdóttir er vísindamaður mánaðarins. Hún er lektor við Iðjuþjálfunarfræðideild Háskólans á Akureyri.
Akureyrarbæ hefur borist erindi frá Slökkviliði Akureyrar dags. 4.2.2022 þar sem fram kemur að eldvörnum í húseigninni að Austurbyggð 17 sé verulega ábótavant. Sveitarfélagið mun leggja fram verkáætlun um úrbætur og bregðast við af ábyrgð og festu. Ráðast þarf í úrbætur hið fyrsta og fá skriflega staðfestingu heilbrigðisráðuneytisins um kostnaðarþátttöku ríkisins. Greint er frá þessu á vef Akureyrarbæjar.
Margir bíða spenntir eftir að Skógarböðin opni, það gerist á næstu vikum, en heimsfaraldur Kórónuveiru veldur því að erfiðara en áður er að útvega margs konar aðföng, og flutnings- og framleiðslutími er lengri.
Rafrænni hugmyndasöfnun fyrir heiti á nýtt sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hefur staðið yfir að undanförnu en henni lauk 3. Febrúar sl. Alls voru tillögurnar sem bárust 281 talsins.
Heimsfaraldurinn hefur haft margvíslegar afleiðingar. Flutningar milli landa hafa raskast verulega og verð þeirra hækkað mikið. Unnar Jónsson forstöðumaður flutningasviðs segir hérna frá því hvernig ástandið hefur komið við Samherja.
.
tafrænn háskóladagur verður haldinn 26. febrúar kl. 12-15. Þá gefst áhugasömum tækifæri til að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu á einum vettvangi. Á vefsíðunni www.haskoladagurinn.is gefst einstakt tækifæri til að leita í öllum námsleiðum sem eru í boði í íslenskum háskólum. Greint er frá þessu á vef Háskólans á Akureyri.