Fréttir

„Við eigum hér á Akureyri einn yfirlögguþjón/hann gengur greitt um göturnar og greyið heitir Jón”

Fyrsta söngæfingin fyrir öskudag árið 1954 var boðuð í bílskúrnum bak við Ránargötu 2 þar sem foringjar okkar á norðureyrinni – Habbi og Öddi – réðu ríkjum. Skúrinn fylltist af strákum úr götunni og nágrenni enda engar fjöldatakmarkanir. 

Lesa meira

Völsungur gerir nýjan samstarfssamning við Landsbankann

Völsungur og Landsbankinn á Húsavík hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára um stuðning bankans við allar deildir félagsins næstu árin. Landsbankinn hefur verið einn af aðalstyrktaraðilum Völsungs  mörg undanfarin ár. Það voru Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri  Völsungs og Anna Sigríður Sigurgeirsdóttir þjónustustjóri á Húsavík sem undirrituðu samninginn í dag.

Lesa meira

Lega Blöndulínu fyrirhuguð um fjögur sveitarfélög auk Akureyrar

Landsnet hefur sett í loftið nýja vefsjá þar sem er hægt að skoða aðalvalkost vegna Blöndulínu 3 ásamt myndum sem gefa hugmynd um ásýnd línunnar frá ýmsum nærliggjandi stöðum.

Lesa meira

Leita að gömlum freon ísskáp sem þolir mikið frost

Frískápur settur upp við Amtsbókasafnið á Akureyri

Lesa meira

Þegar ég uppgötvaði hvað Efling raunverulega var

Árið er 2002 og ég er 23 ára starfandi hópbifreiðastjóri hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem kennir sig við gular rútur. Ég er ung og pæli þá kannski ekkert sérstaklega í hvort ég sé á mannsæmandi launum, en er meira spennt og glöð með að vera komin í vinnu við að keyra stærri hópferðabíla og fæ að ferðast hringinn um landið með ferðamenn á sumrin.  

Lesa meira

Betri Bakkafjörður styrkir tíu samfélagseflandi verkefni

Í gær, miðvikudag fór fram úthlutun styrkja úr Frumkvæðissjóði Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2022. Þá fór einnig fram undirritun samfélagssáttmála milli íbúa við Bakkaflóa, Langanesbyggðar og Byggðastofnunar vegna byggðar við Bakkaflóa.

Lesa meira

Anna María keppir um brons á EM

Anna María sem æfir með íþróttafélaginu Akri á Akureyri, sigraði í dag í 8 manna úrslitum gegn Pil Munk Carlsen frá Danmörku 143-142 í mjög spennandi leik. Anna hélt því áfram í undanúrslit trissuboga kvenna U21.

Lesa meira

Tvöföld opnun á Listasafninu á laugardag

Laugardaginn 19. febrúar kl. 12-17 verða sýningarnar Sköpun bernskunnar 2022 og Form í flæði I opnaðar í Listasafninu á Akureyri.

Lesa meira

Hjálmar Bogi sækist eftir 1. sæti á lista Framsóknar

Hjálmar Bogi Hafliðason sækist eftir því að leiða lista Framsóknar & félagshyggju í Norðurþingi í sveitarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí nk. Hjálmar Bogi hefur starfað á vettvangi Norðurþings frá árinu 2006, setið í sveitarstjórn kjörtímabilin 2010-2014 og 2018 til dagsins í dag.

Lesa meira

Flugfélagið Niceair stofnað um millilandaflug frá Akureyrarflugvelli

Fyrsta millilandaflug Niceair er áætlað 2. júní næstkomandi.  Í upphafi verður flogið til Bretlands, Danmörku og Spánar en sala hefst á næstu vikum.

Lesa meira