„Við eigum hér á Akureyri einn yfirlögguþjón/hann gengur greitt um göturnar og greyið heitir Jón”
Fyrsta söngæfingin fyrir öskudag árið 1954 var boðuð í bílskúrnum bak við Ránargötu 2 þar sem foringjar okkar á norðureyrinni – Habbi og Öddi – réðu ríkjum. Skúrinn fylltist af strákum úr götunni og nágrenni enda engar fjöldatakmarkanir.