Fréttir
Þegar hjartslátt hverfisins mátti finna í kjörbúðinni
Hér stóð búð: Á föstudag nk. kl. 13 opnar ný ljósmyndasýning á Minjasafninu á Akureyri
Metfjöldi smita á Norðurlandi eystra
Aldrei hafa fleiri verið í einangrun á Akureyri vegna Covid-19 en í gær, 899 manns, á Húsavík var fjöldinn 89 manns og alls 1.163 í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
SAk fær 300 milljónir aukalega
Aðstaða fyrir nýtt sjúkrahúsapótek verður bætt til muna og unnið við lokafrágang og innréttingu á tæplega 600 fermetra húsnæði sem nýttar verða fyrir kennsluaðstöðu og skrifstofur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Heilbrigðisráðherra hefur veitt SAk auknar fjárheimildir upp á ríflega 300 milljónir króna og verður féð m.a. nýtt í þessi verkefni sem teljast til brýnna framkvæmda á sjúkrahúsinu.
Gjaldtaka hafin í miðbæ Akureyrar
Gjaldtaka er hafin á bílastæðum í miðbæ Akureyrar. Rafrænar greiðsluleiðir í snjallsímum hafa verið virkjaðar og eru íbúar bæjarins, sem og gestir, hvattir til að ná í viðeigandi greiðsluöpp og byrja að greiða fyrir notkun á gjaldskyldum bílastæðum.
Árbær vann „slaginn“ um byggingarlóð á Húsavík
Skipulags og framkvæmdaráði hugnaðist betur byggingaráform fyrirtækisins
Félagsmistöðvar fólksins að vakna úr dvala
Félagsmiðstöðvar fólksins, Birta og Salka, eru að vakna úr dvala og er starfið loksins að komast á fullt eftir rólegan tíma vegna Covid-19. Félagsmiðstöðvarnar eru lifandi staðir sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla.
Skipverjarnir á Harðbak EA hafa í nógu að snúast í inniverunni, vegna brælu á miðunum
Skipaflotinn fór annað hvort í land eða leitaði í var vegna óveðursins í byrjun vikunnar, auk þess sem mikil ölduhæð var á miðunum. Harðbakur EA, togari Útgerðarfélags Akureyringa, hefur legið við bryggju í Grundarfirði síðan síðdegis á sunnudag. Guðmundur Ingvar Guðmundsson skipstjóri segir að ekkert vit hafi verið í öðru en að halda til hafnar, öryggið sé alltaf í fyrirrúmi.
„Uppspretta umræðna og skoðanaskipta um náttúruvernd“
Laxárdeilan: Morgunroði náttúruverndar á Íslandi