Fréttir

Spámennirnir

Það er víst þannig að fáir eru lifandi spámenn í sínu heimalandi. Sem dæmi vilja þjóðverjar lítið kannast við stórhljómsveitina Rammstein, sem syngur oftar en ekki ádeilu á stjórnvöld og heimsmynd sína. Íslendingar voru lengi að meðtaka Sigurrós sem þá hafði farið sigurför um heiminn og komið Íslandi rækilega á kortið og ef horft er enn lengra aftur var sjálfur Albert Einstein gerður brottrækur úr sínu heimalandi fyrir falsvísindi sem samræmdust ekki stefnu þáverandi stjórnvalda. Einstein hélt því m.a. fram að ímyndunaraflið væri mun mikilvægara en vitneskja. Vitneskja væri takmörkuð en ímyndunaraflið bæri mann hringinn í kringum hnöttinn.

Lesa meira

Hópsmit á hjúkrunar- og sjúkradeildum - Kallað eftir bakvörðum

Covid 19 smitum á Norðurlandi fer hratt fjölgandi og hefur það mikil áhrif á starfsemi HSN. Vaxandi fjöldi starfsmanna er frá vinnu vegna Covid eða 67 starfsmenn af 609, sem gerir 11% starfsmanna. Vísbendingar eru um að þetta hlutfall geti hækkað á næstu dögum. Nokkur fjöldi starfsmanna vinnur í vinnusóttkví B. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSN.

Lesa meira

Fyrsta dauðsfallið af völdum kóvid á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra eru í dag skráðir tæplega 2000 í einangrun vegna Covid-19. 

Lesa meira

Leggja áherslu á að kynjahlutföll séu jöfnuð

Íþróttafélagið Völsungur og Íslandsbanki haf gert með sér samstarfssamning sem hefur það að markmiði að styðja félagið í íþrótta- og uppeldislegu hlutverki sínu á Húsavík en einnig er lögð áhersla á að kynjahlutföll þeirra sem njóta styrkja úr samningnum séu jöfnuð.

Lesa meira

Húsavík heimabær söngvakeppnanna

Hóteleigandinn og athafnamaðurinn Örlygur Hnefill Örlygsson er sannkölluð hugmyndamaskína. Hann var mikið í sviðsljósinu í kringum kvikmyndaævintýri Húsavíkinga, þegar Netflix stórmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var tekin upp í bænum. Örlygur sá strax tækifæri í athyglinni sem heimabærinn fékk frá kvikmyndaverkefninu og fylgdi því eftir til hins ítrasta. Hann setti Húsavík á heimskortið þegar titillag myndarinnar; Húsavík, My Hometown var tilnefnt til Óskarsverðlauna. Hann að sjálfsögðu hrinti í framkvæmd herferð til að kynna lagið; sem vakti heimsathygli og varð að lokum til þess að söngatriðið fyrir Óskarsverðlaunahátíðina var tekið upp á Húsavík.

Þá hefur Örlygur staðið fyrir opnun á Eurovision safni og JA JA DingDong bar. En þar er fyrirhugað tónleikahald þegar aðstæður leyfa vegna Covid.

Nýtt söngævintýri

Nú hefur Örlygur séð til þess að úrslitakvöld Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldið á Húsavík í ár. Örlygur var kampakátur þegar blaðamaður leit við hjá honum í vikunni. „Keppnin var fyrst haldin árið 1990 og í þessari keppni hafa stigið sín fyrstu skref margt af okkar þekktasta tónlistarfólki í dag. Enda er þetta vettvangur sem er mjög vel til þess fallin,“ segir Örlygur og bætir við að hann sé nú ekki alls ókunnugur því að halda úrslitakvöld keppninnar, enda stóð hann fyrir því á sínum tíma að keppnin var haldin á Akureyri í fyrsta sinn.

 

 

Lesa meira

Gríðarleg breyting til hins betra við öll björgunarstörf

Slökkviliðið á Akureyri fær nýja björgunarstigabíl

Lesa meira

Anna María sló fimm Íslandsmet á EM

Lauk keppni í 4. sæti

Lesa meira

Útilegumenn á meðal okkar

Svavar Alfreð Jónsson skrifar um uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Skugga-Sveini

 

Lesa meira

Nýja lyftan loks ræst á morgun

Nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli verður gangsett um helgina. Hún verður ræst kl. 13 á morgun, laugardaginn 19. febrúar, og gengur til kl. 16. Lyftan verður síðan í gangi á opnunartíma skíðasvæðisins næstu daga en ráðgert er að formleg vígsluathöfn verði haldin síðar.

Lesa meira

„Við eigum hér á Akureyri einn yfirlögguþjón/hann gengur greitt um göturnar og greyið heitir Jón”

Fyrsta söngæfingin fyrir öskudag árið 1954 var boðuð í bílskúrnum bak við Ránargötu 2 þar sem foringjar okkar á norðureyrinni – Habbi og Öddi – réðu ríkjum. Skúrinn fylltist af strákum úr götunni og nágrenni enda engar fjöldatakmarkanir. 

Lesa meira