Allt til enda hefst í mars
Listvinnustofur fyrir börn á grunnskólaaldri undir yfirskriftinni Allt til enda verða haldnar í Listasafninu á Akureyri í mars, apríl og maí.
Listvinnustofur fyrir börn á grunnskólaaldri undir yfirskriftinni Allt til enda verða haldnar í Listasafninu á Akureyri í mars, apríl og maí.
Framundan eru sveitarstjórnarkosningar í Þingeyjarsýslum. Eins og alltaf er mikilvægt að hæft og áhugasamt fólk veljist til þessara mikilvægu starfa í þágu samfélagsins. Því miður hefur verið dapurlegt að fylgjast með því mikla brottfalli sem verið hefur meðal kjörinna sveitarstjórnarmanna undanfarin misseri, sérstaklega hvað varðar sveitarfélagið Norðurþing. Það sama á við um æðstu stjórnendur sveitarfélaga sem hafa komið og farið. Þar á ég við sveitarstjóraskipti í Langanesbyggð og Skútustaðahreppi, svo ekki sé nú talað um vandræðaganginn sem verið hefur í yfirstjórn Norðurþings á yfirstandandi kjörtímabili sem fer í sögubækurnar.
Myndlistarkonan Björg Eiríksdóttir opnar sýningu sína Fjölröddun – Blóm í Menningarhúsinu Hofi laugardaginn 5. mars kl. 15. Sýningin er framhald sýningarinnar Fjölröddun (Polyphony) sem var í Listasafninu á Akureyri 2019-20.
Fyrr í vetur fór fram sérstök umræða um innlenda matvælaframleiðslu að minni beiðni. Þar lagði ég megináherslu á þrjú atriði; sameiningu afurðastöðva í kjötiðnaði, tollasamninginn við Evrópusambandið og endurskoðun hans og aðgerðaáætlunin um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undirritaði á mánudag samning við Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú um markaðssetningu Norðurlands og Austurlands í tengslum við flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum og aukið millilandaflug þar. Markaðsstofan fær 20 milljónir til að sinna þessu verkefni á Norðurlandi á þessu ári og Austurbrú fær sömu upphæð fyrir Austurland.
Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær að fordæma stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Í yfirlýsingu Framsýnar kemur meðal annars fram að innrás og ógnartilburðir Rússalands i Úkraínu eigi sér enga réttlætingu. Framsýn krefst þess að Rússar stöðvi þegar í stað hernaðaraðgerðir sem þegar hafa valdið miklum hörmungum.
Eins og oft áður eru málefni íþróttafélaga og uppbygging íþróttamannvirkja áberandi í aðdraganda kosninga og nú er umræða um ástand gervigrasvalla afar hávær.
Freyvangsleikhúsið frumsýnir Kardemommubæinn