Vilja byggja ofan á gamla bankahúsið í Geislagötu

Til stendur að byggja ofan á Arionbankahúsið við Geislagötu 4, íbúðir verða á efri hæðum en verslun …
Til stendur að byggja ofan á Arionbankahúsið við Geislagötu 4, íbúðir verða á efri hæðum en verslun og þjónusta á jarðhæð.

 

Skipulagsráð hefur tekið jákvætt í erindi frá T. Ark arkitektum sem sent var inn fyrir hönd lóðarhafa við Geislagötu 5 á Akureyri. SS-Byggir keypt það hús á liðnu ári, en Arion banki var þar til húsa síðast. Húsið hefur verið autt frá því bankinn flutti starfsemi sína á Glerártorg.

Í erindi T.ark arkitekta er óskað eftir því að húsið verði allt að fimm hæðir og sú efsta verði inndregin. Þá er farið fram á að heimilt verði að bæta svöldum á húsið sem gangi 2 metra út fyrir byggingareitinn. Eins kemur fram í erindinu að gert verði ráð fyrir íbúðum á annarri til fimmtu hæð hússin og að á jarðhæð verði verslun og þjónusta. Loks er óskað eftir heimild til að byggja sólskála mót suðri fyrir verslun og þjónustu.

Skipulagsráð heimilaði umsækjenda að leggja fram tillögur að breytingu á deiliskipulagi svæðisins en tók fram að aðgengi meðfram sólskála yrði tryggt.

Nýjast