Fréttir

Lágmarksboð 60 milljónir í byggingarétt á lóð við Skarðshlíð

Lesa meira

Samið um Andrésar andar leikana

Andrésar andar leikarnir fara fram í Hlíðarfjalli og eru fyrir börn á aldrinum 4-15 ára

Lesa meira

Vísbendingar um að jarðhitakerfið á Hjalteyri sé fullnýtt

Virkja þarf önnur jarðhitakerfi sem eru fjær Akureyri

Lesa meira

H&M Home hefur opnað nýja verslun í Glerártorgi

Í dag opnaði H&M Home nýja verslun í Glerártorgi á Akureyri sem jafnframt er fyrsta slíka verslunin utan höfuðborgarsvæðisins

Lesa meira

„Ég fann allan léttinn og það byrjaði að streyma úr augunum á mér“

Einar Óli Ólafsson er tónlistarmaður frá Húsavík sem kallar sig iLo. Í nóvember á síðasta ári gaf hann út plötuna Mind Like a Maze sem aðgengileg er á öllum helstu streymisveitum. Þetta er fyrsta plata Einars Óla en hæfileikarnir eru næstum yfirþyrmandi og nokkuð ljóst að hann á eftir að gera sig gildandi í tónlistarsenunni á næstu árum. Hæfileikaríkt fólk dregur líka að sér annað hæfileikaríkt fólk en að plötunni koma þungavigtar manneskjur í tónlistarbransanum, s.s. Pálmi Gunnarsson, Kristján Edelstein og Andrea Gylfadóttir.

Einar Óli semur sjálfur öll lög og texta, en hann hefur verið að semja tónlist í sjö ár og er hvergi nærri hættur að gefa úr  plötur, enda á hann nú þegar mikið af efni á lager.  Tónlistin er silkimjúk og draumkennd og snertir í hlustandanum tilfinningar djúpt í iðrum hjartans. Og nú loks þegar pestin skæða krefst ekki lengur þeirra takmarkana sem við höfum þurft að aðlaga okkur síðast liðin tvö ár; þá er líka kominn tími til að hlaða í útgáfutónleika. Það gerir Einar Óli, eða iLo í kvöld á Græna Hattinum klukkan 21. og aftur í Samkomuhúsinu á Húsavík á morgun föstudag klukkan 20. Það er óhætt að mæla með þessu tónleikum og fullyrða að engin verði svikinn en platan verður flutt í heild sinni.

Ég settist niður með Einari Óla á dögunum og ræddi við hann um tónlistina og upptökuferlið en hann segist vera mjög spenntur fyrir því að fá að spila plötuna loksins fyrir áhorfendur og lofar einstakri stemningu.

 

Tekin upp á einum degi

Platan var tekin upp á einum degi þann 30. apríl á síðasta ári á litlum sveitabæ í Eyjafjarðarsveit sem heitir Brúnir. „Já á það stemmir, við tókum þetta upp á einu bretti bara, live. Þetta var líka tekið upp á myndband og það verður hægt að horfa á þetta allt,“ segir Einar Óli en upptökuna verður aðgegnileg á vef sjónvarpsstöðvarinnar N4 innan skamms.

Þó að upptökur hafi aðeins staðið yfir þennan eina dag, þá kalla slíkar upptökur á gríðarlega mikinn undirbúning enda þarf allt að vera fínslípað og því sem næst fullkomið þegar tökur hefjast. „Jú þetta var alveg meira en að segja það og mikill undirbúningur á bak við upptökurnar. Ég byrjaði í raun að undirbúa mig fyrir tökurnar í september 2020 og við æfðum í marga mánuði enda gátum við ekkert tekið upp fyrr en við værum tilbúnir.  Þetta er allt bara ein taka,“ útskýrir Einar Óli og bætir við að hann hafi verði afar heppinn með fólkið í kringum sig, enda hafi þetta ekki verið hægt nema með einvalaliði tónlistarfólks sem að plötunni koma.

Fagfólk í hverri stöðu

„Þegar ég fór í nám á Akureyri fyrir þremur árum síðan þá kynnist ég fullt af fólki sem hefur reynst mér gríðarlega vel í tónlistinni. Ég kynntist til dæmis Kristjáni Edelstein gítarleikara sem er líka pródúser. Hann var strax mjög spenntur fyrir því að taka upp tónlist með mér, enda byrjaði boltinn að rúlla fyrir mig eftir að ég kynntist Kristjáni. Svo kynntist ég Andreu Gylfa líka og er bara gríðarlega heppinn með fólkið í kringum mig,“ segir Einar Óli en Kristján spilar á gítar á plötunni og Andrea leikur á selló.

„Þau ásamt Pálma Gunnars eru með mér á plötunni, við erum 14 manns sem spilum á henni, ekki allir á sama tíma reyndar en þetta er fjöldinn sem kemur að plötunni. Og allt er þetta framúrskarandi listafólk,“ segir Einar Óli og bætir við að vinur hans, Sigfús Jónsson hafi annast upptökur og hljóðblöndun. „Hann hefur verið að taka upp undir nafninu Hljómbræður, ásamt bróður sínum Guðjóni. Sigfús tók upp plötuna og mixaði.“

 „Þægileg tónlist“

Þegar ég spyr Einar Óla út í hvernig hann skilgreini tónlist sína, hvort hægt sé að setja hana í einhvern ákveðinn flokk tónlistarstefna; þá verður hann hugsi enda kannski ekki auðvelt að setja merkimiða á hugarfóstur sitt. „Mér finnst það eiginlega mjög erfitt, ég hef oft sagt að þetta sé bara svona indie, en yfirleitt þegar ég er spurður þá segi ég bara að þetta sé svona þægileg tónlist,“ útskýrir hann og lætur þar við sitja. Enda getur hlustandinn séð um það að meta hvar á landakorti stefna og strauma tónlist hans á heima.  

Sjálfur segist Einar Óli hafa ákaflega blandaðan tónlistarsmekk og topplistinn uppfærist stöðugt. „Ég er rosalega blandaður og skipti um uppáhaldstónlistarmenn eins og nærbuxur en núna í augnablikinu er það tónlistarmaður sem heitir Matt Corby sem ég uppgötvaði alveg óvart en svo líka James Bay og John Mayer svo einhverjir séu nefndir.“

 

 Þakklátur fyrir viðbrögðin

Einar var áður búinn að gefa út nokkur stök lög á streymisveitum undan farin tvö ár en þegar Mind Like a Maze kom út í lok nóvember fór hann að taka eftir aukinni hlustun. Hann er líka að skoða möguleika á því að gefa plötuna út á vinyl.  „Ég er að láta mig dreyma um að koma þessu úr á vínyl líka en þá bara í takmörkuðu upplagi, aðallega af því mig langar svo mikið til að eiga þetta sjálfur á plötu,“ segir hann og hlær.

Lesa meira

Byggingavöruverslunin Heimamenn á Húsavík opnaði í dag

Verslunin Heimamenn opnaði  í dag, fimmtudag á Húsavík. Heimamenn er ný byggingavöruverslun þar sem seldar verða allar helstu byggingavörur og verkfæri, ásamt málningu, hreinlætistækjum og öðru sem tengist viðhaldi og nýbyggingum. Þá hefur Karl Hjálmarsson flutt umboð sitt fyrir Símann í húsakynni Heimamanna. Þar sem verða á boðstólnum ýmis snjall og raftæki ásamt þjónustu fyrir áskriftir Símans. 

Lesa meira

Viðtalið - Kristján Már Þorsteinsson ræðir mál 13 ára dóttur sinnar

Ásgeir Ólafs er kominn í loftið með nýjan hlaðvarpsþátt: Viðtalið. Fyrsti gestur hans er Kristján Már Þorsteinsson. Í þættinum ræddu þeir saman um mál 13 ára dóttur Kristjáns sem hefur vakið athygli hér á landi.

Lesa meira

Boðið upp á hópferð á bikarúrslitaleik(i)

KA tryggði sér sæti í úrslitaleik Coca-Cola bikars karla í gær með 28-27 sigri á Selfoss eftir framlengdan spennuleik

Lesa meira

Hagkvæmur kostur til að losna við orkufreka rafhitun

Hörgársveit styrkir þá sem taka inn varmadælu til húshitunar

Lesa meira

Er samráðsskyldan uppfyllt í sveitarfélaginu?

Allt frá árinu 2018 hefur verið lögbundin skylda á sveitarfélögum að starfrækja notendaráð til að tryggja samráð notenda félagsþjónustu við stefnumörkun og áætlanagerð.

Lesa meira