Shawlee Gaudreault og Jóhann Már Leifsson íþróttafólk SA fyrir árið 2024.

Shawlee Gaudreault og Jóhann Már Leifsson íþróttafólk SA fyrir árið 2024    Mynd SA
Shawlee Gaudreault og Jóhann Már Leifsson íþróttafólk SA fyrir árið 2024 Mynd SA

Bæði tvö koma úr íshokkídeild félagsins og eru íþróttakona og íþróttakarl íshokkídeildar. Bæði eru tilnefnd af Skautafélagi Akureyrar til Íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2024.

Shawlee Gaudreault er aðalmarkvörður kvennaliðs SA en hún kemur frá Kanada og er að spila sitt þriðja tímabili með kvennaliði SA. Shawlee varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2023 og spilaði stórt hlutverk í liðið SA sem urðu deildarmeistarar á árinu. Shawlee hefur verið lykil leikmaður í liði SA með markvörslu uppá 95.00% á síðasta tímabili í 13 leikjum og hæstu prósentu allra markvarða í deildinni. Shawlee var einnig með bestu markvörslu úrslitakeppninnar og var með hæstu markvörslu prósentu allra markvarða deildarinnar í lok árs 2024 á núlíðandi tímabili með 96.69%.

Shawlee leggur ávallt hart að sér til að bæta sig sem íþróttakona og setur fordæmi fyrir annað íþróttafólk félagsins og er sannarlega frábær fyrirmynd og flottur fulltrúi félagsins.

Jóhann Már er 31 ára gamall sóknarmaður og hefur spilað með meistaraflokki SA frá 15 ára aldri og er einn allra besti sóknarmaður deildarinnar síðustu ár og hefur verið lykilmaður í landsliði Íslands. Jóhann spilaði stórt hlutverk í liði SA Víkinga sem urðu deildarmeistarar á árinu og var næst stigahæsti leikmaður Íslandsmótsins þar sem hann var með 9 mörk og 25 stoðsendingar í 23 leikjum en einnig stigahæsti leikmaður úrslitakeppninnar með 7 mörk og 1 stoðsendingu í 5 leikjum. Jóhann var lykileikmaður í liði Íslands sem keppti á Heimsmeistaramótinu í 2. deild A í vor og var valinn besti leikmaður íslenska liðsins í mótinu.

Jóhann er frábær íþróttamaður sem unnum er að fylgjast með á ísnum en líka góður leiðtogi sem leiðir með góðu fordæmi. Jóhann setur ávallt liðið og klúbbinn í fyrsta sætið og er frábær fyrirmynd og flottur fulltrúi félagsins.

Nýjast