Snjómokstur í fullum gangi

Marautt  s.l fimmtudag en allt á kafi i dag     Mynd akureyri.is
Marautt s.l fimmtudag en allt á kafi i dag Mynd akureyri.is

Töluvert hefur snjóað í bænum um helgina og þennan mánudagsmorguninn er víða illfært um íbúðagötur og stíga. Unnið er að snjómokstri og er mikill fjöldi tækja í notkun á vegum sveitarfélagsins og verktaka.

Stígamokstur er í fullum gangi samkvæmt forgangskorti og þegar búið verður að moka götur í forgangi verður farið í að moka íbúðagötur.

Smelltu hér til að skoða upplýsingar um vetrarþjónustu Akureyrarbæjar og vinnureglur sem gilda um snjómokstur.

Fólk sem vinnur að snjómokstri kappkostar að hreinsun stíga og gatna verði lokið sem fyrst. Nú gildir að sýna þolinmæði og tillitssemi.

Myndin til hliðar sýnir röðun gatna eftir litakóða á forgangskorti í snjómokstri

Þau sem vilja senda inn ábendingar er bent á að nota ábendingakerfið. Með því að senda inn skriflegar ábendingar í gegnum íbúagáttina komast skilaboðin fljótt og örugglega til skila. 

Fengið af heimasíðu  bæjarins www.akureyri.is

Nýjast