Alicja og Örn sundfólk Óðins 2024

Frá vinstri: Kristjana Pálsdóttir Margrétardóttir yfirþjálfari, Arnar Þór Sigursteinsson faðir Arnar…
Frá vinstri: Kristjana Pálsdóttir Margrétardóttir yfirþjálfari, Arnar Þór Sigursteinsson faðir Arnar Kató, Alicja Julia Kempisty og Hildur Sólveig Elvarsdóttir yfirþjálfari Mynd á vefsíðu Sundfélagsins Óðins

Alicja Julia var stigahægt sundkvenna Óðins er hún hlaut 595 FINA stig fyrir 200 metra skriðsund í 25 metra laug á Íslandsmeistaramótinu sem fór fram í Hafnarfirði í nóvember. Tími Alicju Juliu var 2:11.14.

Örn Kató var stigahæstur sundmanna Óðins er hann hlaut 618 FINA stig fyrir 1500 metra skriðsund í 25 metra laug á Svíþjóðarmeistaramótinu sem fór fram í Helsingborg í nóvember. Tími Arnar Kató var 16:34.24. Örn Kató æfir í Svíþjóð og tók faðir hans, Arnar Þór Sigursteinsson, við viðurkenningunni fyrir hans hönd.

Nýjast