Jonna sýnir í Ráðhúsinu
Sýning listakonunnar Jonnu Sigurðardóttur hefur staðið yfir í anddyri Ráðhússins á Akureyri í vikunni. Jonna, sem er bæjarlistamaður Akureyrar 2024, ferðast um bæinn með sex ferðatöskur, en hver taska birtist á nýjum stað í viku í senn.