Ásrún Ýr ráðin verkefnastýra Áfram Hrísey
Ásrún Ýr Gestsdóttir var ráðin verkefnisstýra Áfram Hrísey. Hefur hún meðal annars byggt upp nýja samfélagsmiðla fyrir Hrísey og samtengt þá við hrisey.is
Ásrún Ýr Gestsdóttir var ráðin verkefnisstýra Áfram Hrísey. Hefur hún meðal annars byggt upp nýja samfélagsmiðla fyrir Hrísey og samtengt þá við hrisey.is
Eiður Stefánsson formaður FVSA sendi nú eftir hádegið frá sér ákall til bæjarstjórnar Akureyrar vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
Ákall til bæjarfulltrúa um hófsemi!
Hart er lagt að verkalýðshreyfingunni að gæta hófsemi í launakröfum í yfirstandandi kjaraviðræðum, stefið er að of háar kröfur myndu hleypa verðbólgunni upp. Það gleymist hisvegar að það sem af er ári hafa heimilin sýnt gríðarlegan sveigjanleika til að mæta verðhækkunum á mat, eldsneyti og öðrum aðföngum í skugga stríðs og heimsfaraldurs. Þá er ótalin hækkun stýrivaxta með tilheyrandi áhrifum á lánaafborganir og leigugreiðslur.
Á heimasíðu Samherja er að finna viðtal við Bethsaidu Rún Arnarson en hún flutti til landsins fyrir tæpum 30 árum. Bethsaida vissi litið um fiskvinnslu en sótti um hjá ÚA og hefur starfað hjá fyrirtækinu að mestu þennan tíma og kann vel við sig eins og lesa má í viðtali sem Karl Eskil tók við Bethsaid.
Nú styttist í opnum nýrrar 2000 fermetra verslunar Krónunnar við Hvannavelli á Akureyri en fyrirhugað er að opnað verði þann 1 des n.k. Bjarki Kristjánsson verslunarstjóri segir að kassakerfi búðarinnar sé uppsett og tilbúið eins sé með rekka og innréttingar. Unnið er að uppsetningu og tenginu kæla og frystitækja en það sé mikið verk.
Það er allt útlit fyrir hæglætisveður þessa viku fyrri hluta hennar getum við reiknað með að það verði þurrt lengst af. Lykilorðið hér er s.s lengst af. Það er nefnilega ekki útilokað að það muni rigna af og til en þá ekki neitt stórvægilegt. Hiti verður um og rétt yfir frostmark
Setja á fót STEM fræðslunet á Húsavík með áherslu á samfélagsþátttöku
Sláturtíð er lokið hjá Kjarnafæði-Norðlenska á Húsavík og gekk almennt vel. Heldur færra fé var slátrað í haust en var í fyrra og þá var meðalvigt í víð lakari en var í fyrrahaust. „Sláturtíð er stórt verkefni og allir fegnir þegar henni er lokið þó svo að vel hafi gengið. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til allra sem þátt tóku, starfsfólks, verktaka og ekki síst bænda sem auðvitað eru lykillinn að því að allt gangi upp,“ segir Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri á sláturhúsi Kjarnafæðis-Norðlenska á Húsavík.
Aflið útvíkkar þjónustu sína og opnar útibú á Húsavík
Fyrirsögnin hér fyrir ofan er fengin úr Facebookarfærslu Skógræktarfélags Eyjafjarðar en það hefur væntanlega ekki farið fram hjá fjölmörgum gestum Kjarnaskógs að í sumar og í haust stóðu yfir miklar framkvæmdir á svæðinu við snyrtingarnar í Kjarnakoti og reist hefur verið ný líkamsrækt sem nefnd hefur verið Kjarnaclass. Eins var vegurinn gegnum skóginn endurbættur verulega. Vinsældir svæðisins fara ört vaxandi með ári hverju enda er alltaf hægt að finna skjól í Kjarnskógi, eitthvað sem unnendur hans kunna vel að meta.