Fínasta hæglætisveður þessa viku.

Veðurútlit fyrir vikuna er gott og líklega má segja að meðfylgjandi mynd tekin frá höfuðstöðvum Viku…
Veðurútlit fyrir vikuna er gott og líklega má segja að meðfylgjandi mynd tekin frá höfuðstöðvum Vikublaðsins á Akureyri i morgun endurspegli fyrri hluta þessarar viku.

Það er allt útlit fyrir hæglætisveður þessa viku, fyrri hluta hennar  getum við reiknað með að það verði þurrt lengst af.  Lykilorðið hér er s.s lengst af.  Það er nefnilega ekki útilokað að  það muni rigna af og til en þá ekki neitt  stórvægilegt. Hiti verður um og rétt yfir frostmark

Á fimmtudag snýst til suðlægrar áttar, þá hlýnar og eftir rigningu að morgni er því spáð það það stytti upp eftir hádegið. 

Veðurstofan spáir svo afbragsveðri föstudag , laugardag og sunnudag þannig að áhugafólk um jólaskreytingar utandyra ætti etv að fara að kanna með ástand á perum!

En þegar öllu er á botninn hvolt eru veðurhorfur fyrir þessa viku eins og áður sagði hinar bestu nú í annari viku nóvember.

 

 

Nýjast