Fréttir

Velferðarsvið Akureyrarbæjar tryggir að heimsendur matur berist

Samkomulag hefur náðst um að Vitinn Mathús eldi mat fyrir viðskiptavini velferðarsviðs tímabundið en heimsendur matur var í síðasta sinn afgreiddur frá Eldhúsi Akureyrar (Matsmiðjunni ehf) fyrr í dag.

Lesa meira

Fjölmenning á Akureyri - Innflytjendur og íslenskan

Málþing á vegum Akureyrarakademíunnar í Hömrum, Menningarhúsinu Hofi, laugardag 29. október, kl. 14:00 – 17:00.
Markmið málþingsins er að hefja samtalið um það sem verið er að gera hér í bænum til að auka færni innflytjenda í íslensku og gera þeim kleift að taka virkan þátt í samfélaginu.

Lesa meira

Grenndarkennsla opnar huga upprennandi kennara

Miðvikudaginn 19. október sl. fóru nemendur á öðru ári í kennarafræði við Háskólann á Akureyri í vettvangsferð um Eyjafjarðarsveit

Lesa meira

Norðlensku sveitarstjórnarfólki líst ekki vel á gjaldtöku af notendum nagladekkja

Sveitarstjórnarfólki norðan heiða líst ekki vel á þá hugmynd að hefja gjaldtöku hjá notendum nagladekkja. Nokkrar umræður hafa verið um málið undanfarið og sýnist sitt hverjum. Umhverfisstofnun hefur viðrað þessa hugmynd til að reyna með því hvað hægt er að minnka notkun negldra hjólbarða.

Lesa meira

Ráðhús á nýjum stað

Töluverð umræða hefur farið fram um ráðhús Akureyrar og staðsetningu þess.  Ástæðan er sú að Landsbankahúsið við Ráðhústorg er til sölu og í því sambandi hefur verið stungið upp á að bærinn keypti það, breytti og bætti og gerði síðan að ráðhúsi við samnefnt torg. Fram hafa komið efasemdir um þá tillögu og bent á að hún yrði bæði dýr og óhagkvæm enda húsið gamalt og þarfnast mikilla endurbóta til þess að uppfylla kröfur sem gera verður til nútíma stjórnsýsluhúss. 

Lesa meira

Betri framtíð fyrir börnin okkar

Á fyrstu árum barns er lagður grunnur að lífi þess til framtíðar. Margvíslegir þættir geta raskað tilveru barna og mikilvægt er að börn fái aðstoð sem fyrst á lífsleiðinni áður en vandi ágerist með skaðlegum og óafturkræfum afleiðingum. Svo unnt sé að veita alla þá aðstoð sem er í boði með samfelldum hætti um leið og þörf vaknar er mikilvægt að brjóta niður múra milli málaflokka og tryggja þannig samstarf milli allra þeirra sem bera ábyrgð á börnunum okkar. Árið 2021 voru lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna samþykkt á Alþingi. Hér er um að ræða mikilvægar breytingar sem ætlað er að stuðla að farsæld barna.

Lesa meira

Bleikur október senn að baki

Vikublaðið kemur út í dag

Lesa meira

Hafa þungar áhyggjur af framtíð SAk

Yfirlýsing frá Fagráði sjúkrahússins

Lesa meira

Sópar að sér verðlaunum

Opnuviðtal í Vikublaðinu

Lesa meira

Mömmur gefa afrakstur möffinssölu

Mömmur og möffins gefa fæðingardeild pening til tækjakaupa.

Lesa meira