Fréttir

Afmælishátíð Glerártorgs

Um þessar mundir eru 22 ár liðin frá opnun Glerártorgs á Akureyri en vegna heimfaraldurs var ekki hægt að  halda veglega upp á 20 ára afmælið 2020 eins og vonir stóðu til .  Nú skal hinsvegar úr þvi bætt og er óhætt að segja að mikið standi til.

Lesa meira

Að fá fyrir ferðina

Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á 12 mánaða tímabili, þegar um er að ræða nauðsynlega læknisferð, a.m.k. 20 km vegalengd á milli staða sem ekki er veitt í heimabyggð.

Lesa meira

Bílaleiga Akureyrar 30 til 35 milljóna tjón vegna sandfoks

Heildarkostnaður við tjón sem urðu á bílaleigubílum í eigu Bílaleigu Akureyrar í hvassviðrinu sem gekk yfir landið í lok september nemur á bilinu 30 til 35 milljónir  króna.

Lesa meira

Kammerkór Norðurlands býður upp á „Sound of Silence“

Ásgeir Böðvarsson úr Kammerkór Norðurlands segir það nokkuð ljóst að menningarstarfsemin sé að ná sér á strik eftir kulsöm Covid-ár

Lesa meira

Fjárfestingafélagið Kaldbakur kaupir Landsbankahúsið á Akureyri

Landsbankinn hefur tekið tilboði fjárfestingafélagsins Kaldbaks í Landsbankahúsið við Ráðhústorg á Akureyri sem auglýst var til sölu fyrir um mánuði síðan. Sjö tilboð bárust og var tilboð Kaldbaks hæst. Kaupverðið er 685 milljónir króna.

Landsbankahúsið er um 2.400 fermetrar að stærð og setur mikinn og fallegan svip á torgið. Húsið var tekið í notkun árið 1954. Fyrstu tillöguuppdrætti að húsinu gerði Guðjón Samúelsson en að honum látnum tók Bárður Ísleifsson við og gerði hann eftir það alla uppdrætti. Bárður gerði einnig teikningar að mögulegri viðbyggingu á austurhlið hússins sem ekki reis.

Lesa meira

Gott silfur gulli betra

Heimilsfólkið á Hlíð  gerði það ekki endasleppt frekar en  fyrri daginn í hjólakeppninni World Road for Seniors sem er alþjóðleg keppni milli hjúkrunarheimila en í gær fór fram verðlaunaafhending fyrir þátttöku í keppninni sem er nýlokið.

Lesa meira

Auðurinn í drengjunum okkar

Öll getum við sammælst um það að vilja börnunum okkar það besta. Við viljum hjálpa þeim að finna styrkleika sína og áhugasvið, efla sjálfstraust þeirra og hvetja þau áfram til þess að geta orðið virkir þátttakendur í samfélaginu.

Á Íslandi er skólaskylda. Hvergi annars staðar í þjóðfélaginu eru einstaklingar skyldugir að mæta. Ef vinnustaður barna skilar ekki tilskildum árangri og börnunum líður ekki vel þar, þá verður að endurskoða hlutina. Með sameiginlegu átaki getum við betrumbætt skólakerfið og gefið börnunum okkar tækifæri og framúrskarandi umhverfi til að blómstra. Ekkert barn á að þurfa að týnast á Íslandi sökum ósanngjarnra áskorana í opinberu kerfi sem allir verða að ganga í gegnum í tíu ár.

Lesa meira

Kristnesspítali 95 ára

Kristnesspítali á sér langa sögu. Upphaflega urðu berklarnir til þess að konur í Hjúkrunarfélaginu Hjálpinni í Saurbæjarhreppi beittu sér fyrir söfnun til byggingar heilsuhælis. Hornsteinn að Kristneshæli var lagður 25. maí 1926 og hælið vígt 1. nóvember ári síðar. Kristnesspítali fagnaði því 95 ára afmæli sínu í gær.

Lesa meira

Rekstrarsamningur við Nökkva endurnýjaður

Samkvæmt samningnum, sem gildir út árið 2026, skal Siglingaklúbburinn Nökkvi sjá um rekstur og umsjón félagssvæðisins

Lesa meira

Nei, ekki barnið mitt!

„Barnið mitt leggur ekki aðra í einelti.“

 Þetta hugsum við flest um börnin okkar. Samt hefur að tæpur fjórðungur (23%) barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára upplifað einelti á netinu, í símanum eða tölvuleikjum sl. 12 mánuði samkvæmt nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar um börn og netmiðla. Í öllum eineltismálum eru bæði þolendur og gerendur. Þar með getum við ekki horft framhjá þeirri staðreynd að á sama tíma og börn verða fyrir einelti er jafnframt hluti barna sem leggja aðra í einelti. En hvaðan koma þessi börn sem eru gerendur eineltis ef ekkert foreldri á barn sem er gerandi?

Lesa meira