Fréttir

Kaldbakur tekur við Landsbankahúsinu – Fjárfestingastarfsemi Samherja verður aðskilin kjarnastarfseminni

Fjárfestingafélagið Kaldbakur ehf. tók í gær formlega við Landsbankahúsinu við Ráðhústorg á Akureyri. Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Kaldbaks og stjórnarformaður Samherja hf. undirritaði kaupsamninginn en sjö tilboð bárust í húsið og var tilboð Kaldbaks hæst. Ákveðið hefur verið að gera rekstur og fjárfestingar Kaldbaks sjálfstæðan.

Lesa meira

Jaðarsvöllur Yfir 25 þúsund hringir leiknir í sumar

Á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar eru að finna upplysingar um aðsókn á völlinn í sumar  og er óhætt að fullyrða að Jarðarsvöllur er gríðarlega vinsæll.   S.l sumar  það þriðja besta í aðsókn  frá þvi  að mælingar  hófust  og það þrátt fyrir að tíðarfarið hafi vel mátt vera betra.

Lesa meira

Drjúg eru morgunverkin

Þeir tóku daginn snemma starfsmenn Umhverfismiðstöðvar Akureyrarbæjar liklega með mæltækið  sem vitnað er í hér fyrir ofan i huga og voru önnum kafnir við að reisa jólatréð það sem  prýða mun Ráðhústorg á komandi aðventu og  jólum í ljósaskiptunum í morgun.  

Lesa meira

Aurskriða á Grenivíkurveg

Kl. 05:43 barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá vegfarenda um Grenivíkurveg um að hann hefði ekið inn í aurskriðu og við það hafnað utan vegar. Með ökumanninum voru tveir farþegar og sakaði engan. Lögregla fór á staðinn og lokaði veginum og bjargaði fólkinu til Akureyrar. Skriðan er á veginum skammt sunnan við bæinn Fagrabæ. Það er erfitt að meta umfang skriðunnar í myrkrinu en við fyrstu sýn áætluðu lögreglumenn að hún gæti náð yfir 50-70 metra kafla á veginum og gæti verið allt að meters þykk.
Vegurinn er lokaður frá afleggjaranum við Víkurskarð og að veginum í Dalsmynni. Dalsmynni er opið og unnt að nota það sem hjáleið.
Lögreglan er í sambandi við ofanflóðavakt Veðurstofunnar. Í birtingu verður lagt mat á aðstæður og hvort hætta er á frekari skriðuföllum. Þangað til það mat hefur farið fram verður vegurinn lokaður. Haft hefur verið samband við íbúa bæja inni á lokunarkaflanum og þeir upplýstir um stöðu mála.
Við setjum inn uppfærslu hér á síðunni þegar unnt verður að opna veginn.

Segir á Facebooksíðu lögreglunnar

 

Lesa meira

„Þessar elskur hafa alltaf mætt með bros á vör og til í áskorun dagsins“

Píramus og Þispa frumsýnir Wake Me Up Before You Go Go í Samkomuhúsinu á Húsavík í kvöld

Lesa meira

Um Íslandsþara verksmiðjuna

Hlífar Karlsson skrifar

 

Lesa meira

Styttum biðlista á Akureyri

Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um. 

Þar á meðal er þjónusta við fatlað fólk og fólk sem þarf á stuðningi sveitarfélagsins að halda, t.d. með aðgengi að félagslegu leiguhúsnæði.

Lesa meira

Svona er algóritminn á samfélagsmiðlum að skemma mannleg samskipti

Skúli Bragi Geirdal skrifar

Lesa meira

Íslensk ull í einangrun húsa?

Er mögulegt að nýta ullina af íslensku sauðkindinni í einangrun húsa – í stað steinullar? Þessi spurning vaknaði í kolli nemenda í kvöldskóla Verkmenntaskólans á Akureyri í húsasmíði en þeir ásamt kennurum í byggingadeild heimsóttu þau Theodór Kr. Gunnarsson og Juliu Gunnarsson sem eru að byggja sér tæplega 185 fermetra einbýlishús í landi Bjarkar í Eyjafjarðarsveit, sem þau kalla Vörðu.

Lesa meira

,,Í blíðu brjálað at barningur og handapat“

Þessar mögnuðu myndir sem hér fylgja  og eru í eigu Iðnaðarsafnsins  tóna vel við fyrirsögnina að ofan en sú er  fengin út texta eftir Ómar Ragnarsson  Svona er á síld.

Lesa meira