Fréttir

Sólgarður til sölu

Sólgarður í Eyjafjarðarsveit hefur verið auglýstur til sölu. Óskað er eftir tilboðum í eignina þar sem getið er um fjárhæð og lýsingu tilboðsgjafa á hvers kyns starfsemi fyrirhuguð er í eigninni.  Við mat á tilboðum áskilur seljandi sér rétt til að horfa m.a. til fyrirætlana tilboðsgjafa um framtíðarnýtingu eignarinnar.  Seljandi áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. 
Tilboðsfrestur er til 28. okt kl. 12. og skal skila tilboðum inn á Fasteignasöluna Byggð á Akureyri

Lesa meira

Nýr baðstaður á Hjalteyri

Til stendur að setja upp baðstað á Hjalteyri í Hörgársveit. Unnið er að verkefni sem snýst um að hanna og byggja heita laug við sjávarsíðuna og verður hún með góðu aðgengi ofan í fjöru fyrir sjósund. Hjalteyri ehf. vinnur að þessu verkefni, en það félag er eigandi að  gömlu síldarverksmiðjunni, en hluti hennar verður notaður undir starfsemina.

Lesa meira

STEM Húsavík býður upp á jarðfræðigleraugu fyrir fjölskyldur í dag

Í dag hófst 4. alþjóðlega NorthQuake ráðstefnan á Húsavík og af því tilefni býður STEM Húsavík fjölskyldum upp á að smella vísindagleraugum á nefið, undir klukkustundar leiðsögn jarðvísindafólks. Boðið verður upp á rútuferð um bæinn og nágrenni kl. 17:00 og tekur vísindaferðalagið tæpa klukkustund. Viðburðurinn er ókeypis en skráning nauðsynleg.

Lesa meira

Um 20 ungmenni í ritlistasmiðju

Ritlistasmiðja Ungskálda fór fram í VMA á laugardaginn. Um 20 ungmenni sátu smiðjuna og nutu leiðsagnar rithöfundanna Gunnars Helgasonar og Kamillu Einarsdóttur. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Lesa meira

Hæglætisveður þessa viku

Það verður hæglætisveður þessa viku ef marka má spá fyrir okkar landsvæði sem finna má á heimasíðu Veðurstofu Íslands www.vedur.is  Hiti verður við frostmark og vindur frekar hægur s.s ljómandi haustveður.

Sjá nánar  hér fyrir neðan.

 

Lesa meira

Íslensku menntaverðlaunin Hársnyrtideild VMA tilnefnd

Hársnyrtideild Verkmenntaskólans á Akureyri hefur verið tilnefnd til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir árið 2022 í flokknum Framúrskarandi iðn- eða verkmenntun fyrir áhugaverða nálgun og frumkvöðlastarf í vinnustaðanámi.

Lesa meira

„Í æsku las ég allt sem ég komst yfir“

Bókaormur vikunnar

Lesa meira

Glæsimeyjar í aldarfjórðung

Fóru í óvissuferð til Tenerefe

Lesa meira

Vilja að bærinn styðji frk Ragnheiði

Þrír bæjarfulltrúar, Hilda Jana Gísladóttir, S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista vilja að Akureyrarbær geri þriggja ára samning við verkefnið frk Ragnheiður sem Eyjafjarðardeild Rauða krossins á Akureyri sér um, að upphæð ein milljón króna árlega.

Lesa meira

Áhersla var lögð á flutning slasaðra, boðunarkerfi, stjórnun á vettvangi, samhæfingu og fjarskipti

Flugslysaæfing á Akureyrarflugvelli

Lesa meira