Fréttir

Styttist í að íbúar Akureyrar verði 20.000

Íbúum Akureyrar hefur fjölgað um 330 frá 1. desember á síðasta ári og voru þeir um síðustu mánaðamót 19.913. Hlutfallsleg fjölgun er 1.7%. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum Þjóðskrár.

Lesa meira

Froðupólitík

Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins á Akureyri um gjaldfrjálsa leikskóla hefur í mínum huga  aðeins tvær skýringar, annað hvort algjöra vanþekkingu á rekstri sveitarfélagsins eða þar að baki er vísvitandi ákvörðun um að blekkja kjósendur í aðdraganda kosninga. Það er merkilegt nú að fylgjast með oddvita Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í fjölmiðlum kenna samstarfsflokkum sínum í meirihluta í bæjarstjórnar, L-listanum og Miðflokknum um að það sé ekki hægt að efna kosningaloforð þeirra. Heiðarlegra væri að segja það sem ég tel nokkuð víst að sé rétt – Sjálfstæðisflokkurinn vill það ekki einu sinni sjálfur. Sem dæmi þá er mun líklegra að nú muni koma fram þrýstingur innan úr Sjálfstæðisflokknum fyrir seinni umræðu um fjárhagsáætlun, að lækka álögur, þá sérstaklega fasteignaskatt, fremur en að lækka raunkostnað foreldra á leikskólagjöldum.

Lesa meira

Framhaldsskólanemar kynntu sér Háskólann á Akureyri

Það var líf og fjör í Háskólanum á Akureyri í síðustu viku á Opnum dögum

Lesa meira

„Lofið mér að klára áður en þið klárið allt frá mér.”

Þankar gamals Eyrarpúka

Lesa meira

Lýðheilsukort betra verð í sund, fjallið og á skauta

Bæjarstjórn hefur samþykkt að bjóða barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í sveitarfélaginu sérstakt Lýðheilsukort gegn bindingu í eitt ár. Um er að ræða tilraunaverkefni sem veitir handhöfum kortsins ótakmarkaðan aðgang að Sundlaugum Akureyrar, Hlíðarfjalli og Skautahöllinni á Akureyri.

Kortin verða til sölu frá 10. nóvember 2022 til 1. mars 2023 og gilda í eitt ár frá kaupdegi. Að einu ári liðnu, eða í mars 2024, verður árangur af tilraunaverkefninu metinn og tekin ákvörðun um framhaldið.

Lesa meira

Ljósmyndasýningin Með mínum augum

Með mínum augum er yfirskrift ljósmyndasýningar  Hermanns Gunnars Jónssonar, Hermanns frá Hvarfi sem opnuð verður í Deiglunni í dag, föstudaginn, 4. nóvember kl. 16. Opið verður til kl. 20 í dag, en sýningin stendur yfir fram á sunnudag og er opin um helgina frá kl. 11 til 17.

Lesa meira

Ný íslensk jólaópera í öllum grunnskólum á Norðurlandi

Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri mun sýna nýjan gleðilegan jólasöngleik/óperu fyrir ÖLL 6-10 ára börn í grunnskólum á Norðurlandi, allt frá Hvammstanga til Vopnafjarða

Lesa meira

Niceair til Alicante og Dusseldorf í vor

Flug til Alicante og Dusseldorf frá Akureyrarflugvelli með Niceair hefst næsta vor.

Lesa meira

Framsýn - Stéttarfélag og Flugfélagið Ernir endurnyja samning um kaup á flugfarseðlum

Framsýn hefur endurnýjað samning við Flugfélagið Erni um kaup á flugmiðum fyrir félagsmenn. Viðskiptin hljóða upp á kr. 9.000.000,- eða 600 flugmiða. Vegna mikilla kostnaðar- og eldsneytishækkana í heiminum síðustu mánuði hækka miðarnir frá flugfélaginu úr kr. 12.000,- í kr. 15.000,- og hefur nýja verðið þegar tekið gildi. Miðarnir verða áfram seldir til félagsmanna á kostnaðarverði. 

Lesa meira

Fyrsti áfangi gagnavers atNorth reistur á 4 mánuðum

Það er góður gangur á framkvæmdum við gagnaver atNorth við Hlíðavelli eins  og fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

 

Lesa meira