Fréttir

Bæjarráð Akureyrar vill slíta vinabæjarsamstarfi við Múrmansk og segja sig úr Northern Forum

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun  var má rætt um vinabæjarsamband Akureyrar við Murmansk í Rússlandi og aðild bæjarins að samtökum sem kallast Northern Forum en þau eru að miklum hluta samtök sveitarfélaga í Rússlandi.

Lesa meira

SOS allt í neyð

Í þessari viku mælti ég fyrir tillögu minni til þingsályktunar um fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða. Með tillögunni er matvælaráðherra falið af Alþingi að útfæra fyrirkomulag vegna neyðarbirgða landbúnaðarafurða sem hægt er að framleiða hér á landi við endurskoðun búvörusamninga árið 2023 þar sem markmiðið yrði að tryggja lágmarksbirgðir af landbúnaðarafurðum í landinu á hverjum tíma.

Lesa meira

Að heiðra þjóðskáld

Flestar menningarþjóðir leggja mikið upp úr að minnast atgervisfólks svo sem rithöfunda og tónskálda og sýna þeim virðingu og þakklæti.  Þess vegna má víða í kirkjugörðum erlendis sjá vandaða bautasteina á gröfum slíkra snillinga auk þess sem leiðin eru alla jafna vel hirt og snyrtileg.  Þangað er gaman að koma og upplífgandi fyrir sálartetrið. Það voru því vonbrigði þegar undirritaður vitjaði leiðis þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar í kirkjugarðinum á Akureyri á dögunum.

Lesa meira

Dansmyndahátíðin Boreal haldin í þriðja sinn

Þriðja útgáfa dansmyndahátíðarinnar Boreal fer fram 11. - 17. nóvember 2022 í Deiglunni og Ketilhúsi Listasafnsins á Akureyri

Lesa meira

Ekkert plan og reksturinn ó­sjálf­bær

Meirihlutinn á Akureyri kynnti svo vægt sé til orða tekið óábyrga fjárhagsáætlun á opnum fundi í gær. Samkvæmt framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista munu skuldir sveitarfélagsins aukast, hallarekstur verður viðvarandi og á sama tíma er ekki að sjá að ráðast eigi í brýn úrræði fyrir barnafjölskyldur í bænum.

Lesa meira

Vegagerðin óskar tilboða í rekstur Hríseyjarferjunnar Sævars

„Almenn sátt ríkir um núverandi áætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey og á öryggi íbúanna,“ segir í bókun bæjarráðs Akureyrar. Þar er bæjarráð að taka undir með hverfisráði Hríseyjar varðandi nýtt útboð á rekstri Hríseyjarferjunnar Sævars en í því áskilur Vegagerðin sér rétt til að fjölga/fækka ferðum um plús mínus 20%  á samningstímanum sem er til ársins 2025.

Lesa meira

Dagatalskerti 2022 frá Studio Vast

Studio Vast er lítil skapandi hönnunarstofa á Akureyri sem á hverju ári hannar og framleiðir jólavörur sem margir þekkja orðið víðsvegar um land.  Þetta er fimmta árið í röð sem Vaiva grafískur hönnuður og eigandi Studio Vast kynnir dagatalskertið ,,24 dagar til jóla". Eins og áður eru kertin framleidd í takmörkuðu upplagi sem gerir þau einstök.  Það er hefð hjá mörgum að kveikja á dagatalskerti 1, desember og njóta þeirra fram að jólum.

Lesa meira

Vímuefnaneytendur eiga erfitt með að fá íbúðir á almennum markaði

„Neysla vímuefna er orðin harðari á Akureyri sem gerir það að verkum að fleiri eiga í erfiðleikum með að fá íbúðir í almennum fjölbýlishúsum og er það hópurinn sem kallar á helstu áskoranirnar og er í mestri hættu á að verða heimilislaus,“ segir Hulda Elma Eysteinsdóttir formaður Velferðarráðs. Kynning var á stöðu heimilislausra á Akureyri í október 2022 á síðasta fundi ráðsins.

Lesa meira

Leitin að bæjarjólatrénu hafin

Líkt og áður er íbúum Húsavíkur boðið að taka þátt í valinu  

Lesa meira

Tæplega 1000 skólabörn sáu drauginn Reyra

Draugurinn Reyri stóð heldur betur í ströngu í Hofi í vikunni. 

Lesa meira