Fréttir

Lagt til að gjaldskrá velferðarsviðs hækki um 10% um áramót

Lögð var fram tillaga að breytingu á gjaldskrá velferðarsviðs Akureyrarbæjar fyrir árið 2023 á síðasta fundi ráðsins en málið var þar til umræðu. Almennt er lagt til að gjaldskrá hækki um 10%, en um er að ræða hækkun í félagslegri heimaþjónustu, heimsendum mat og matarkostnaði í skammtímaþjónustu.

Lesa meira

Konur gefa síður blóð en karlar -Átak til að fjölga konum í hópi blóðgjafa

Verulega hallar á konur þegar kemur að blóðgjöfum, en einungis tvær konur eru á móti sex körlum í hópi blóðgjafa hér á landi. Bilið milli karla og kvenna í nágrannalöndum okkar er mun minna, þar eru konurnar fleiri.  Áform eru uppi um að breyta þessu og fá fleiri konur til að gefa blóð.

Blóðbankinn á Akureyri er starfandi á 2. hæð á Glerártorgi og var nú nýlega bætt við fjórða hjúkrunarfræðingnum sem þar starfar, en Birgitta Hafsteinsdóttir einn starfsmanna bankans segir að starfsemin hafi aukist undanfarið. „Við erum líka að auka svigrúmið til að fara í markaðs- og kynningarmál, en nú erum við um það bil að hefja kynningar á okkar starfsemi hjá fyrirtækjum og í skólum,“ segir hún.

Lesa meira

„Mikilvægt andlega að koðna ekki niður á bak við hurð heima hjá sér“

„Húmor og veikindi„ sögustund með Bjarna Hafþóri

Lesa meira

Umhverfisverðlaun afhent í Hörgársveit

Skipulags og umhverfisnefnd Hörgársveitar ákvað að veita annars vegar viðurkenningu fyrir lögbýli ársins og hins vegar fyrir lóð og umhverfisvænan lífstíl

Lesa meira

Tvítyngi? Væri ekki nær að tala um fjöltyngi eða þvoglutyngi?

Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir  skrifar

Lesa meira

Kóvid sýnatökur aftur á heilsugæsluna

Sýnatökur vegna kórónuveiru fyrir Akureyri og nágrenni voru fluttar á Heilsugæslustöðina á Akureyri í gær og verða þar framvegis. Um skeið voru þær gerðar í sérstöku sýnatökuskýli á plani við Slökkvistöðina á Akureyri.

Boðið verður upp á sýnatöku alla virka daga frá kl. 10 til 11 og fara þær fram á 5. hæð í Heilsugæslustöðinni í Amarohúsinu í miðbæ Akureyrar.

Einkennasýnataka hjá heilsugæslu og heilbrigðisstofnunum verður áfram gjaldfrjáls. Grímuskylda á bólusetningarstað.

Lesa meira

Gleðigengið Tríó Akureyrar með þrenna tónleika í haust

Hress lög og róleg í bland, eitthvað til að létta lundina

Lesa meira

Þjálfaraskipti í vændum hjá Þór/KA í kvennafótboltanum

Jón Stefán Jónsson annar tveggja þjálfara mfl kvennaliðs  Þór/KA á nýliðinu keppnistimabili  tilkynnir á Facebooksíðu sinni að honum og meðþjálfara hans Perry Mclachlan  hafi verið tilkynnt í gærkvöldi af stjórn liðsins að störfum þeirra  við liðið væri lokið.

Lesa meira

Frú Ragnheiður óskar eftir stuðningi bæjarins

Bæjarráð Akureyrar frestaði afgreiðslu á erindi frá Eyjafjarðardeild Rauða krossins sem óskað eftir stuðningi við starfsemi Frú Ragnheiðar á Akureyri. 

Lesa meira

Löggæsla og samfélagið í Háskólanum á Akureyri

Ráðstefna um löggæslu með áherslu á manneklu lögreglu

Lesa meira