Fréttir

Farsælt samstarf Samherja og Háskólans á Akureyri í sjávarútvegsfræðum

Heimasíða Samherja segir frá samstarfi  fyrirtækisins við Háskólan á Akureyri sem tengist námi í sjávarútvegsfræðum.

,,Um fjörutíu nemendur af þremur námsleiðum við Háskólann á Akureyri hafa síðustu vikur verið í vettvangsferðum hjá Samherja. Námsleiðirnar eru sjávarútvegsfræði, viðskiptafræði með áherslu á sjávarútveg og meistaranám í stjórnun sjávarauðlinda. Hörður Sævaldsson lektor og deildarformaður Auðlindadeildar við Háskólann á Akureyri segir mikil þægindi að gera skotist í slíkar vettvangsferðir í næsta nágrenni við skólann. Sérlega fróðlegt hafi verið að rekja ferli hráefnis frá vel búnu fiskiskipi í gegnum hátækni fiskiðjuver.

Lesa meira

Ný byggingavöruverslun opnar á Dalvík

Það eru öflugir heimamenn sem standa að versluninni, verktakar einstaklingar og fyrirtæki

Lesa meira

Hvað gengur mönnum til?

Það er stundum erfitt að átta sig á því hvað mönnum gengur til. Hér er ég að vitna til þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja það vera forgangsmál á Alþingi að brjóta niður íslenska verkalýðshreyfingu, sama hvað það kostar. Það er grátbroslegt að hugsa til þess að þingmennirnir telja að með því að skerða aðgengi launafólks að stéttarfélögum efli það félögin og vitna þeir til Norðurlandanna hvað það varðar.

 

Nú vill svo til að ég þekki ágætlega til þessara mála í okkar nágrannalöndum, þar sem ég sat í stjórn Nordisk Union um tíma, en það eru samtök verkalýðsfélaga í matvælaframleiðslu á Norðurlöndunum. Þar hafa hægri stjórnir lengi lagt sig fram um að veikja verkalýðshreyfinguna, enda gerðar út af auðvaldinu í viðkomandi löndum líkt og á Íslandi. Því miður hefur þessum aðilum tekist það ætlunarverk sitt. Erlendum starfsmönnum sem komið hafa til starfa í Skandinavíu hefur markvisst verið haldið utan stéttarfélaga svo þeir geti ekki sótt kjarasamningsbundinn rétt sinn sé brotið á þeim sem er daglegt brauð. Aðbúnaður þessara starfsmanna hefur verið skelfilegur auk þess sem launakjörin hafa verið langt fyrir neðan skráð lágmarkslaun. Þá eru dæmi um að vegabréfum erlendra starfsmanna hafi verið haldið eftir hjá eigendum fyrirtækjanna til að koma í veg fyrir að þeir yfirgæfu vinnustaðinn án samþykkis yfirmanna. Því til viðbótar hefur mafían í austantjaldsríkjunum verið að gera út verkamenn til starfa í Skandinavíu. Verkalýðshreyfingin hefur átt erfitt með að mæta þessum veruleika vegna skorts á valdheimildum. Þetta er umhverfið sem blasir við okkur takist þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að brjóta niður öfluga verkalýðshreyfingu á Íslandi. Verkalýðshreyfingu sem flestar þjóðir heims öfunda okkar af enda hefur hreyfingin komið að mörgum framfaramálum fyrir íslenska alþýðu, sem við getum verið stolt af og rúmlega það.

Lesa meira

Líkur á meinleysisveðri á Norðurlandi eystra þessa viku

Stundum eiga myndir vel við  textan sem þær fylgja en liklega  er ekki svo hér i þetta sinn, spáin fyrir þessa viku er alls ekki svo glötuð! 

Lesa meira

Engin lyfjaskápur í Grímsey til að nýta ef upp kemur alvarlegt slys

Árið 2014 bauð Sjúkraflutningaskólinn upp á námseið um fyrstu hjálp í Grímsey og upprifjunarnámskeið tveimur árum síðar. Frá þeim tíma hefur lítið gerst og margir sem sóttu þessi námskeið hafa flutt úr eyjunni eða dvelja í landi yfir vetrartímann.

Lesa meira

Mikilvægt að bæta stöðu ADHD mála á Norðurlandi

Mikilvægt er að bæta stöðu ADHD mála á Norðurlandi, þörfin er mikil og úrræðin fá. „Staðan fyrir norðan er svipuð og um landsbyggðina alla, langir biðlista eftir þjónustu. Ástandið er skelfilegt í þessum málaflokki,“ segir Hrannar Björn Arnarsson framkvæmdastjóri ADHD samtakanna.

Lesa meira

Kom, sá og sigraði

Húsavík öl var kosið besta brugghúsð á alþjóðlegri bjórhátíð í Frakklandi

Lesa meira

Á götuhorninu- Er nú farið að ,,salta" göturnar?

Eitt af því sem gerir Akureyringa segjum æsta,  er hvort  og hvernig götur bæjarins eru þrifnar.  Sóparar eða tæki sem þyrlar bara upp rykinu, sjór á göturnar, eða hreint vatn.  Við skulum ekki fara út í umdeildustu ,,þrif“ gatna okkar að þessu sinni  þ.e snjómoksturinn en á því sviði erum allir sérfróðir nema þessir sem stjórna honum ef marka má raddir.   

Lesa meira

Skjánotkun barna – hver er ábyrgð foreldra?

Umræðan um skjánotkun barna og ungmenna hefur verið hávær síðustu vikur. Í framhjá hlaupi er ábyrgð foreldra nefnd í þessu samhengi. Foreldrar sem fylgjast með umræðunni vita að jú, þeir hafa skyldum að gegna gagnvart skjánotkun barna sinna en hverjar eru þær eiginlega?

Lesa meira

„Við reynum hvað við getum til að gera sem allra mest fyrir okkar félagsmenn“

Annasamur en ótrúlega skemmtilegur bleikur október senn að baki

Lesa meira