Aðalfundur Félag eyfirskra kúabænda Stóri-Dunhagi með mestar afurðir í fyrra

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á aðalfundi Félags eyfirskra kúabænda nýverið. Verðlaunagripina gerði Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir, Höllin verkstæði Hörgársveit.Góðir gestir komu til fundarins, þeir Trausti Hjálmarsson formaður BÍ og Rafn Bergsson, formaður Nautgripadeildar BÍ.
Afurðahæsta búið á Eyjafjarðarsvæðinu árið 2024 var Stóri-Dunhagi, með 8.588 lítra á árskú.
Fjórar kýr deildu efsta sæti þegar kom að hæsta útlitsdómi og fengu allar 91 stig. Þetta voru Sæunn frá Moldhaugum, 1070 frá Nesi, 1352 frá Espihóli og 1325 Þúfa frá Hríshóli.
Hæsta kýrin (samsett einkunn út frá útlitsdóm, heildareinkunn, meðalafurðum, og verðefnum), árg. 2020: 799 Sína frá Grund, Svarfaðardal með 311,8 í einkunn
Besta íslenska nautið slátrað 2024: 2500 frá Garðsvík. UNR+2, 340,1 kg, vaxtarhraði: 0,63 kg fall/dag.
Besti holdablendingurinn slátrað 2024: 656 Gömlu sonur frá Efstalandi. UN U2+, 335 kg, 0,84 kg fall/dag.
Í stjórn FEK 2025-2026 sitja þau Vaka Sigurðardóttir, formaður, Reynir Sverrir Sverrisson, Ástþór Örn Árnason, Berglind Kristinsdóttir og Jónína Þórdís Helgadóttir. Í varastjórn voru kosin Rúnar Þór Ragnarsson og Valgerður Guðrún Valdimarsdóttir.