Ágústa Ágústsdóttir þingmaður Miðflokksins í Norðaustukjördæmi lýsti lífi þolanda líkamlegs og kynferðislegs ofbeldis í ræðustól Alþingis í dag

Ágústa Ágústsdóttir Miðflokki    Mynd Alþingi
Ágústa Ágústsdóttir Miðflokki Mynd Alþingi

Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins í Norðaustukjördæmi, lýsti líkamlegu sem og kynferðslegu ofbeldi sem hún varð fyrir í 14 ár í ræðu sem hún flutti á Alþingi í dag.

Vefur Vikublaðsins fékk góðfúslegt leyfi Ágústu til þess að birta ræðuna.

,,Frú for­seti. Fyrsta höggið, fyrsta sjokkið. Laus­ar tenn­ur þegar hann keyr­ir höfuð henn­ar full­um þunga ofan í jörðina meðan tjald­stæðis­gest­ir horfa á en gera ekk­ert.

Lögg­an sem sagði: Kæra hann? Já, já, viltu ekki bara sofa á þessu í nótt og koma svo á morg­un? Hún vakn­ar reglu­lega við hann ofan á sér um miðjar næt­ur — brýt­ur alltaf öll mörk — sef­ur á varðbergi því hann brjál­ast ef börn­in skríða upp í.

Öskur, læti og ásak­an­ir út af öll­um mögu­leg­um hlut­um þangað til hún er orðin svo þreytt að það verður ein­fald­ara að halda friðinn, spila leik­inn, láta und­an. Hvert á hún ann­ars að fara? Vera meðvirk, verja hann í von um að ein­hvern tím­ann efni hann lof­orðin. Ein­angr­ast. Niður­læg­ing­ar, lyg­ar, niður­brot.“

Ég kúg­ast ef ég horfi á þig

„Drullaðu þér frá and­lit­inu á mér áður en ég kúg­ast. Ég kúg­ast ef ég horfi á þig. Svo læst hann kúg­ast. Ég elska þig. Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef þú fær­ir frá mér. Hún pakk­ar rétt nauðsyn­leg­ustu föt­um sín­um og barn­anna, skjálf­andi af hræðslu yfir því að hann komi að henni. Hef­ur þú aldrei átt þér drauma? Spyr hún. Jú, að drepa þig. Svo hlær hann.“

En þetta eru svo flók­in mál

„Hún er kon­an sem stend­ur hér í pontu Alþing­is í dag. 14 ár af of­beldi. Það er ástæða fyr­ir því að ég á Schä­ferhund, ég get treyst því að hann verji mig. Það ger­ir kerfið ekki. Rödd heyr­ist: Já, en hvað með kon­ur sem ljúga? Með sömu rök­um get ég sagt: Hey, bönn­um öll­um karl­mönn­um að vinna með börn­um þar sem flest­ir barn­aníðing­ar eru af því kyni. Erum við til í það? Örugg­lega ekki. Mæðuleg rödd heyr­ist: Já, en þetta eru svo flók­in mál. Nei, þau eru nefni­lega alls ekk­ert flók­in. Hætt­um að kyn­gera of­beldi. Of­beldi er bara of­beldi sama hver beit­ir því.

Vorkunn gagn­ast þolend­um ekk­ert

Á meðan lög­gjaf­ar­valdið tek­ur sig ekki sam­an í and­lit­inu þá mun þessi far­ald­ur halda áfram að blómstra í skugga þess. Vorkunn gagn­ast þolend­um ekk­ert. Afstaða og aðgerðir gera það. Af­leiðing­ar of­beld­is fylgja þolend­um út lífið. Það eyðilegg­ur líf og það tek­ur líf. Það hef­ur stór keðju­verk­andi áhrif út í sam­fé­lagið okk­ar sem sýk­ir það, veik­ir, kost­ar það lýðheils­una, geðheils­una og send­ir kyn­slóðir áfram veg­inn halt­ar og/​eða brotn­ar.“

Þingheimur tók orðum Ágústu vel og mátti heyra hrópað heyr,heyr í lok ræðu hennar,

Nýjast