Fréttir

Aldrei fleiri sjálboðaliðar

Vel var mætt á aðalfund Rauða krossins við Eyjafjörð á dögunum en þar var farið yfir þau fjölmörgu verkefni sem deildin á aðkomu að á Eyjafjarðarsvæðinu. Jón Brynjar Birgisson hélt á fundinum erindi um Rauða krossinn og breytta heimsmynd.

Lesa meira

Akureyrarbær Ræstingarfólk njóti samningsbundinna réttinda

Bæjarráð Akureyrar tekur alvarlega þá umfjöllun sem fram hefur komið um aðstæður og kjör starfsfólks tiltekinna ræstingarfyrirtækja, en rætt var um stöðu ræstingarfólks á fundi ráðsins nýverið í kjölfar umræðu um aðstæður þess og kjör.

Lesa meira

Togarajaxlar vekja athygli hjá enskum.

Það er óhætt að fullyrða að heimsókn eldri togarajaxla til Hull og Grimsby hafi vakið verulega athygli á Englandi og ferðin heppnast mjög vel. ,,Strákunum okkar" var afar vel tekið og nutu þessarar ferðar fram í fingurgóma.

Lesa meira

Carbfix boðar samtal við íbúa Húsavíkur

Sameiginleg yfirlýsing Carbfix og Sveitarfélagsins Norðurþings um uppbyggingu Codastövar á Bakka við Húsavík var samþykkt á fundi sveitarstjórnar undir lok síðasta mánaðar.

Lesa meira

Undirbúningur að hefjast vegna Landsmóts skáta að Hömrum sumarið 2026

„Það er mikil tilhlökkun í gangi meðal skáta á Akureyri, enda hefur Landsmót skáta ekki verið haldið hér í 11 ár,“ segir Ingibjörg Guðmundsdóttir mótsstjóri. Landsmót skáta verður haldið að Hömrum dagana 20 til 26 júlí árið 2026 og verður heilmikið ævintýri. Fyrsti kynningarfundur vegna mótsins verður haldinn í grænu hlöðunni að Hömrum næstkomandi þriðjudag, 1 apríl kl. 17.30.

Lesa meira

Hvenær kemur miðbærinn sem beðið var um?

Í september 2004 var haldið íbúaþing á Akureyri, undir yfirskriftinni Akureyri í öndvegi. Þar kom saman fjöldi bæjarbúa sem lét sig varða framtíð bæjarins, sérstaklega miðbæjarins. Það var orka í loftinu, von og skýr sýn þessara 1600 þátttakenda sem þarna voru. Við vildum lifandi miðbæ. Göngugötur, menningu, kaffihús, verslanir og fjölbreytt mannlíf í hjarta bæjarins sem væri bæði opinn og aðlaðandi.

En hvað gerðist? Í stuttu máli: Ekki neitt. Eða réttara sagt – of lítið og of hægt.

Lesa meira

Bílastæði við Flugsafnið ekki fyrir flugfarþega

„Það skiptir okkur máli að fólk virði að bílastæðin eru ætluð gestum okkar og þeim sem starfa á safninu, starfsfólki og sjálfboðaliðum,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir safnstjóri Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli.

Lesa meira

Yfir 100 manns á folaldasýningu í Pcc Reiðhöllinni

Hestamannafélagið Grani á Húsavík og nágrenni stóð fyrir stórglæsilegri folaldasýningu í samstarfi við hestamannafélagið Þjálfa í PCC Reiðhöll félagsins 

Lesa meira

Ófremdarástand í húsnæðismálum eldri borgara á Akureyri

„Þetta er algjört ófremdarástand, það verður ekki orðað öðruvísi,“ segir Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri, EBAK og vísar til þess að skortur er á viðunandi félagsaðstöðu fyrir eldri borgara í bænum. Félagið skoraði á aðalfundi sínum nýverið, á Akureyrarbæ að bæta félagsaðstöðu EBAK þannig að hún samrýmist kröfum um vaxandi starfsemi félagsins.

Lesa meira

Eftirspurn eftir lóðum fyrir frístundahús og íbúðir á Hjalteyri

Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt að hefja vinnu við fjölgun frístundalóða í landi þess á Hjalteyri og einnig að skoða uppbyggingu á tjaldsvæði. Fjallað var um fjölgun frístundalóða og tjaldsvæði á Hjalteyri á fundi sveitarstjórnar.

Lesa meira