Fréttir

Stefna flokksins í utanríkismálum

Grunnstef Lýðræðisflokksins er gott samstarf við Nato sem er varnarbandalag og hefur verið hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands

Lesa meira

FVSA kannar áhuga stéttarfélaga á Norðurlandi til sameiningar

„Þetta er hugmynd sem vert er að skoða og fróðlegt að sjá hver viðbrögð félaganna verða,“ segir Eiður Stefánsson, formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni (FVSA). Nýlega sendi hann erindi til tíu stéttarfélaga á Norðurlandi til að kanna vilja þeirra til samtals um útfærslu á öflugu deildarskiptu stéttarfélagi á svæðinu.

Lesa meira

Reynsla mín af smíðakennslu á Akureyri. Aldarfjórðungur í baksýn.

Í Menntastefnu Akureyrarbæjar segir: „Verkviti er gert hátt undir höfði til þess að börn nái í síauknum mæli að tengja saman hug og hönd í skapandi umhverfi. Akureyrarbær hefur ríkan metnað til þess að í hverjum skóla starfi hæft og öflugt fólk og að eftirsóknarvert sé að starfa þar. Stuðningur skólayfirvalda við starfsþróun leikur þar stórt hlutverk“. Skipulag skóla gerir ráð fyrir samvinnu starfsfólks, sveigjanleika í skipulagi, teymiskennslu og samþættingu námsgreina“ (Menntastefna Akureyrarbæjar, 2020-2025).

Lesa meira

Örugg skref um allt land.

Heilbrigðiskerfið okkar er hjartað í því velferðarsamfélagi sem tekist hefur að byggja upp á Íslandi. Á yfir 40 fundum sem Samfylkingin bauð til um allt land til að ræða heilbrigðis- og öldrunarmál var ljóst að sinnuleysi og fyrirhyggjuskortur undanfarinna ríkisstjórna er að hola innan öryggistilfinningu fólks. Ekki síst í okkar kjördæmi þar sem vegalengdir eru langar, veður viðsjál og langt til Reykjavíkur. Að heilsugæslan neyðist til að reiða sig á íhlaupalækna til að bjarga vandanum tímabundið stoðar lítt. Það byggir ekki upp það traust og samfellu sem þarf til að fólk njóti þess margháttaða ávinnings sem rannsóknir hafa sýnt að fylgi því að hafa fastan heimilislækni. Enda settum við það sem okkar fyrsta heit í nýju framkvæmdaplani heilbrigðismála til tveggja kjörtímabila.

Við erum tilbúin.

 

Lesa meira

Búsetutengd mismunun í heilbrigðisþjónustu, í boði einkavæðingar og heilbrigðisráðherra Framsóknar.

Búsetutengdur munur á notkun þjónustu sérgreinalækna er mjög mikill. Íbúar dreifbýlis nota þjónustuna mun minna en höfuðborgarbúar og íbúar Vestfjarða og Austfjarða minnst allra, nefnilega þrisvar sinnum minna en höfuðborgarbúar. Lýðheilsuvísar benda ekki til þess að íbúar í dreifbýli séu heilsubetri en höfuðborgarbúar. Nærtæk skýring á þessum mun er að kaupandi þjónustunnar, ríkið, lætur sig engu varða hvar þjónustan er veitt og hún hefur nær öll byggst upp í Reykjavík. Í versta falli er afleiðingin sú að þau sem búa næst þjónustunni nýta hana umfram þörf og hin sem fjær búa minna en æskilegt væri. Hvoru tveggja er hættulegt og brýnt að rýna lög og hvort þeim er fylgt.

Lesa meira

Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum

Anna  Júlíusdóttir formaður  Einingar Iðju skrifar bréf til bæjarstjórnar Akureyrar í dag sem birt  er að heimasíðu  félagsins, það lætur hún  í ljós mikla óánægju  með boðaðar hækkanir  hjá hinum ýmsu fyrirtækjum og stofnunum bæjarins og er óhætt að segja að  Önnu sé misboðið.

„Við erum tilbúin til uppbyggilegs samtals,“ sögðum við í júlí þegar bæjaryfirvöld á Akureyri boðuðu breytingar á gjaldskrám. Við fögnuðum loforðum um samráð, um víðtækt samtal við hagsmunaaðila og um reglulegt endurmatsferli þar sem allir kæmu að borðinu. Nú aðeins fjórum mánuðum síðar stendur eftir sársaukafullt svik á trausti launafólks. Í stað samtals og samráðs virðast vera að raungerast víðtækar gjaldskrárhækkanir sem eru hrein árás á kaupmátt launafólks.

Lesa meira

Vegamálin liggja þungt á Grímseyingum

Vegamál liggja þungt á heimamönnum í Grímsey. Bundið slitlag var sett á götur þar árið 1994 og aftur árið 2014, en þá var verkið ekki klárað almennilega, „því það mátti bara setja á ákveðið marga kílómetra,“ eins og það er orðað í bókun hverfisnefndar.

Lesa meira

Gripmælar, róbótar og ratleikur á Opnum degi Um 300 framhaldsskólanemendur lögðu leið sína í Háskólann á Akureyri

Stuðið var gífurlegt á dögunum þegar um 300 framhaldsskólanemendur heimsóttu Háskólann á Akureyri á Opnum degi. Skólinn hefur gert þetta í mörg ár í góðu samstarfi við náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskólum á norðaustursvæðinu.

Lesa meira

Óska eftir frambjóðendum sem eru tilbúnir í alvöru breytingar!

Ég óska eftir breytingum svo að ég og allir aðrir menntaðir Heilsunuddarar viti hvað við eigum að kjósa í komandi alþingiskosningum. 

Lesa meira

Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum

Af þeim 27 fjölmiðlum sem hlutu rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla 2024 voru 13 staðbundnir fjölmiðlar og af þeim 10 staðsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Hver og einn af þessum staðbundnu miðlum þjónar gríðarlega mikilvægu hlutverki í sinni heimabyggð og styrkveitingin því sannarlega fagnaðarefni. 

Lesa meira