LAGGÓ!
LAGGÓ, þetta gamla og góða ,,heróp” átti vel við á Akureyrarflugvelli í morgun þegar rúmlega fjörtíu manna hópur eldir togarajaxla lagði afstað með þotu easy Jet í ferð til Grimsby og Hull. Þar munu þeir hitta breska kollega sína, skoða sjóminnjasöfn og rifja upp gömlu góðu dagana þegar siglt var til Englands.
Hádegisverður í boði borgarstjórnar Hull
Ferðalagið hefur nú þegar vakið mikla athygli ytra og mun hópurinn til mynda sitja hádegisverð í boði borgarstjórnarinnar í Hull. Enskir fjölmiðlar hafa einnig lýst áhuga á því að ná tali af Íslensku sjómönnunum.
Dagskráin er þétt hjá ferðalöngunum og ef að líkum lætur verður líkt áður í sölutúrum til Englands líf og fjör í þessari fer‘. E.t.v verður gleðin þó með örlítið tempraðri hætti en forðum en eins og einn togarajaxlana sagði,,þetta verður gaman“ og svo mátti greina brosviprur í andliti hans.
Meðfylgjandi myndir tók Sigfús Ólafur Helgason forsprakki þessarar ferðar á Akureyrarflugvelli í morgun.