Það er mjög skemmtilegt og gefandi að geta flutt eigin tónlist

Þeir verða saman á sviðinu í kvöld á Græna hattinum Birkir Blær og Eyþór Ingi
Þeir verða saman á sviðinu í kvöld á Græna hattinum Birkir Blær og Eyþór Ingi

Birkir Blær verður á sviðinu á Græna hattinum í kvöld ásamt valinkunum köppum, Vikublaðið sló á  ,,þráðinn“ til kappans og forvitnaðist um það sem í boði verður i kvöld

Tónleikar á Græna í kvöld  hvað ætlar þú að bjóða okkur uppá? Efnisskráin er mjög fjölbreytt og það verður flutt kraftmikil soul, rokk og blústónlist, m.a. sem ég flutti í Idol-keppninni, en einnig ballöður og R&B tónlist. Gömlu lögin mín verða flutt í nýjum útgáfum og svo verður eitt óútgefið lag frumflutt líka.

Þú semur töluvert sjálfur hvernig tilfinning er að skapa og flytja það svo fyrir tónleikagesti?   Það er mjög skemmtilegt og gefandi að geta flutt eigin tónlist fyrir fólk. Svo er það líka mjög góður drifkraftur í að skapa meira.

Úr einu i annað, hverjir verða með þér á sviðinu á Græna? Trommur: Emil Þorri Emilsson Bassi: Tómas Leó Halldórsson Hljómborð: Eyþór Ingi Jónsson Ég spila sjálfur á gítar og syng.

Soul, blues og jazz standa svona aðeins uppúr hjá mér

Þú er fjölhæfur tonlistarmaður er þó einhver tegund tónlistar sem stendur þér næst? Ég hef auðvitað bara rosalegan áhuga á tónlist yfir höfuð og hlusta mikið á flestar tónlistarstefnur en soul, blues og jazz standa svona aðeins uppúr hjá mér.

Hefur lifið tekið miklum stakkaskiptum eftir að þú sigraðir í Idol keppninni i Svíþjóð fyrir rétt rúmu ári? Já það hefur leyft mér að vinna eingöngu sem tónlistarmaður og svo er ég töluvert þekktur í Svíþjóð eftir þetta sem er mikil breyting fyrir mig

Tónleikarnir hefjast klukkan 21 í kvöld en húsið opnar  kl 20, enn eru nokkrir miðar til sölu svo það er um að gera að drífa sig. 

Nýjast