Öll heimili á Húsavík ljósleiðaravædd

Húsavík. Mynd/Vistithusavik
Húsavík. Mynd/Vistithusavik

Árið 2019 hófst verkefni Mílu við að ljósleiðaravæða heimili og fyrirtæki á Húsavík. Nú rúmum þremur árum síðar hefur Míla lokið við að tengja síðustu heimilin í bænum á ljósleiðarann og þar með geta íbúar Húsavíkur nýtt sér 1Gb/s tengingu. Um er að ræða um 930 heimili á Húsavík, sem tengd hafa verið ljósleiðara á síðustu árum, auk 200 annarra ljóstenginga í bænum.

Til að tengjast ljósleiðaranum er best að hafa samband við sitt fjarskiptafélag og panta þjónustu.

Nýjast