Hvenær leiddist þér síðast?
Hvenær varst þú seinast á biðstofu og neyddist til að horfa út í loftið eða spjalla við einstaklinginn við hliðina á þér þar sem þú hafðir ekkert annað að gera?
Í nútíma samfélagi er alltaf eitthvað í boði, við erum í stöðugu áreiti og okkur þarf aldrei að leiðast. Stórfelld aukning hefur orðið á því gagnamagni sem einstaklingur innbyrðir daglega. Eftir innreið fyrstu stóru samfélagsmiðlanna á markað fór dagskammturinn upp í 34 gígabæt á mann árið 2008 sem var þá 350% aukning frá því þremur áratugum áður. Fyrir sama gagnamagn mætti streyma öllum þáttunum af Stranger Things.