Fréttir

Hvenær leiddist þér síðast?

Hvenær varst þú seinast á biðstofu og neyddist til að horfa út í loftið eða spjalla við einstaklinginn við hliðina á þér þar sem þú hafðir ekkert annað að gera?

Í nútíma samfélagi er alltaf eitthvað í boði, við erum í stöðugu áreiti og okkur þarf aldrei að leiðast. Stórfelld aukning hefur orðið á því gagnamagni sem einstaklingur innbyrðir daglega. Eftir innreið fyrstu stóru samfélagsmiðlanna á markað fór dagskammturinn upp í 34 gígabæt á mann árið 2008 sem var þá 350% aukning frá því þremur áratugum áður. Fyrir sama gagnamagn mætti streyma öllum þáttunum af Stranger Things.

Lesa meira

Stekkjarstaur kom fyrstur- Alla skó í glugga!

Líklegt verður að telja að landsmenn gangi venju fremur snemma til hvilu í kvöld og fram til jóla.    Fyrsti jólasveinninn mætti  til ..leiks“ s.l. nótt, og svo koma bræður hans í kjölfarið hver af öðrum og  að endingu er það uppáhald  þess sem hér pikkar á lyklaboðið eða Kertasníkir sem kemur til byggða þann 24 des.  ! 

En Stekkjarstaur sem hann Jóhannes út Kötlum lýsti með þessum hætti kom fyrstur.

Lesa meira

Frost er úti fuglinn minn!

Já hann er  napur  og hefur verið s.l daga líkt og spáð hafði verið og  það er ekkert lát á frekar að frostið muni herða þegar líða tekur á vikuna.  Lengri langtímaspár gera  jafnvel ráð fyrir þvi að nokkuð hressilegt frost verið hreinlega út árið en við skulum nú sjá til með það.

Þetta er það sem Veðurstofa Íslands leggur okkur til út vikuna.

Lesa meira

Góð tíð vel nýtt við framkvæmdir á Jaðarsvelli

Vallarstarfsmenn  Golfklúbbs Akureyrar gripu góða tíð  fram eftir hausti báðum höndum  og  unnu að endurbótum  á vellinum eins og fram kemur á heimasíðu klúbbsins.

Lesa meira

Hópur (h)eldri borgara í Kaupmannahafnarferð

Föngulegur hópur eldir borgara frá Akureyri og Norðurlandi hélt til Kaupmannahafnar sunnudaginn 11. desember í Aðventuferð á vegum Ferðaskrifstofu eldri borgara.  

Lesa meira

Aukasýningum bætt við á Chicago

Vegna eftirsóknar er búið að bæta við aukasýningum á söngleikinn Chicago fimmtudagana 16. og 23. febrúar. Þegar er orðið uppselt á margar sýninganna og því ekki seinna vænna að tryggja sér miða á þessa spennandi uppsetningu. 

Leikfélag Akureyrar, í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, frumsýnir Chicago í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Með aðalhlutverkin fara Jóhanna Guðrún og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. 

Lesa meira

Góðir dagar hjá Grófinni

Facebooksíða Grófarinnar greinir frá góðum dögum í s.l. viku

,,Þessi vika hefur svo sannarlega verið viðburðarrík í Grófinni!   Á þriðjudaginn komu Jóhanna forstöðukona og Ásdís stjórnarkona, fulltrúar frá Hvítasunnukirkjan á Akureyri og afhentu okkur afrakstur kótelettukvöldsins sem haldið var til styrktar Grófinni í lok nóvember. 

 

Lesa meira

Velferðarráð veitir styrki Grófin,Frú Ragnheiður og Jólaaðstoðin fá styrki

Velferðarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að veita nokkra styrki til velferðarmála. Aðrir sem sóttu um fengu ekki að þessu sinni.

Lesa meira

Vonbrigði á aðventu

Egill P. Egilsson skrifar um æskuvonbrigði sín með ákveðinn stjórnamálaflokk

Lesa meira

Hátíð þekkingar, fræða og skapandi hugsunar

Ný aðstaða þekkingarklasans á Hafnarstétt 1 og 3 var opnuð formlega  undir heitinu Stéttin

Lesa meira