Fréttir

Hyggjast reisa 25 íbúða hús á fimm hæðum á Húsavík

Naustalækur ehf. hefur fengið úthlutað lóð fyrir fjölbýlishús að Stóragarði 18 á Húsavík. Þar hyggst félagið reisa tuttugu og fimm íbúða hús á fimm hæðum. Í húsinu eru fimm mismunandi útfærslur af íbúðum sem ættu að henta fjölbreyttum hópi íbúa á öllum aldri enda verður að sjálfsögðu lyfta í húsinu.

Lesa meira

Akureyrarbær tekur á móti 350 flóttamönnum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs og Ásthildur Sturludóttur, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu í dag samning um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri

Lesa meira

Akureyringum fjölgaði um 236 á nýliðinu ári

Samkvæmt þvi sem fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár fjölgaði Akureyringum um 236 í árinu 2022.  

Lesa meira

,,Ótrúlegt að upplifa þetta magnaða samfélagsverkefni verða að veruleika nú á þrettándanum"

Vikublaðið greindi frá þvi skömmu fyrir áramót að stutt væri í að nýi snjótroðarinn sem safnað var fyrir  og reyndar gott betur í samvinnu við Skógræktarfélag  Eyjafjarðar væri væntanlegur innan skamms.  Það hefur nú ræst  og er óhætt að fullyrða að það ríkir einlæg  gleði meðal starfsmanna i Kjarnaskógi og sá nýi verður tekin til kostana um helgina.

Troðarinn er af gerðinni Pistenbully og er með öllum besta búnaði sem snjótroðarar búa yfir.  ,,Það eru gleðidagar í Kjarnaskógi enda langþráður draumur að rætast og ótrúlegt að upplifa þetta magnaða samfélagsverkefni verða að veruleika nú á þrettándanum" sagði Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar alsæll. 

 

 

Lesa meira

„Ætla að vera besta útgáfan af sjálfum mér“

Friðgeir Bergsteinsson lítur yfir árið

Lesa meira

Vínarveisla í Hofi

Kvennakórinn Embla býður nýja árið velkomið með sannkallaðri Vínarveislu í Hofi á Akureyri, þar sem flutt verða lög úr óperettum, þekktir polkar og sveiflandi vínarvalsar.

Lesa meira

Enduruppbygging við Sunnuhlíð á Akureyri

Reginn fasteignafélag stendur að enduruppbyggingarverkefni við Sunnuhlíð á Akureyri þar sem ný heilsugæslustöð verður tekin í notkun að loknum breytingum á annarri hæð hússins.

Lesa meira

Desember var ansi kaldur

Síðastliðinn desembermánuður var óvenjulega kaldur, sá kaldasti á landinu síðan 1973.

Lesa meira

Hver vegur að heiman er vegurinn heim

Fyrir þrjátíu árum var Akureyringurinn Sverrir Ragnarsson í hópi nýstúdenta VMA – af viðskipta- og hagfræðibraut

Lesa meira

Nýju ári fagnað í Hofi

Glæsilegir nýárstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, undir stjórn Daníels Þorsteinssonar, fara fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 14. janúar.

Lesa meira