Þankar Ingólfs XXI
Ógn var erfitt í æsku að skilja þá þversögn að samviskusemi á einu sviði gæti orðið til tjóns á öðru. Til hvers að reyna að leggja sig fram og gera allt sem best ef sá gjörningur varð til þess að eitthvað allt annað og óskylt rynni út í sandinn? Þessar vangaveltur þutu í gegnum höfuðið þegar ykkar einlægur gekk út af skrifstofu Hannesar J. Magnússonar skólastjóra eftir að hafa tekið fullnaðarbróf frá Barnaskólanum eina. Sá mæti maður hafði að prófum loknum kallað mig á sinn fund og bauð mér sæti með alvörusvip. Ég velti fyrir mér hvort ég hefði gert eitthvað af mér. Hvað var að gerast?