Sprenging í útgreiðslum úr Sjúkrasjóði Framsýnar

Greint var frá því að vef Framsýnar stéttarfélags að sprenging hafi orðið á styrkveitingum til félagsmanna Framsýnar á árinu 2022 sé horft til síðustu ára.

Segir að greiðslurnar hafi aldrei verið hærri úr sjúkrasjóði félagsins. „Enn og aftur sannast, hvað það er mikilvægt að vera félagsmaður í öflugu stéttarfélagi. Félagi sem er tilbúið á hverjum tíma til að grípa félagsmenn í vanda og styðja við bakið á þeim í erfiðleikum til betra lífs,“ segir í tilkynningunni.

Þá er greint frá því að greiddar hafi verið tæpar 60 milljónir í styrki til félagsmanna árið 2021. Það er í sjúkradagpeninga, heilsueflingarstyrki, fæðingarstyrki, styrki vegna sálfræðikostnaðar og sjúkraþjálfunar svo eitthvað sé nefnd.

„Hvað árið 2022 varðar þá  enduðu greiðslur til félagsmanna úr sjúkrasjóði í 93 milljónum í árslok sem er veruleg aukning milli ára eða um 55%. Mest munar um að greiddar voru 56 milljónir í sjúkradagpeninga vegna veikinda félagsmanna, 10 milljónir fóru í heilsueflingarstyrki, 8 milljónir í fæðingarstyrki og 3 milljónir í að greiða niður sálfræðiþjónustu fyrir félagsmenn,“ segir í tilkynningunni.

Nýjast