Ungu fólki gert markvisst erfitt að kaupa-segir Björn Guðmundsson á Fasteingasölunni Byggð

Ég á ekki von á að markaðurinn  nái jafnvægi fyrr en að meira kemur af nýbyggingum kemur á markaðinn…
Ég á ekki von á að markaðurinn nái jafnvægi fyrr en að meira kemur af nýbyggingum kemur á markaðinn,“ segir Björn Guðmundsson fasteignasali hjá Fasteignasölunni Byggð á Akureyri Mynd Vikublaðið

 „Ég á ekki von á að markaðurinn  nái jafnvægi fyrr en að meira kemur af nýbyggingum kemur á markaðinn,“ segir Björn Guðmundsson fasteignasali hjá Fasteiginasölunni Byggð á Akureyri, en heldur hægði á fasteignamarkaði nú árið 2022 miðað við það sem var árið 2021.

 ,,Það má segja um árið 2022 sem nú kveður að það hægði mikið á fasteignamarkaðnum frá árinu 2021.  Það sem skýrir það að mestu er að mun meira framboð var af nýbyggingum 2021 heldur en 2022, einnig seldu margir verktakar eignir á fyrstu byggingarstigum árið 2021 sem voru síðan afhentar allt að ári seinna.  Þær eignir hefðu í eðlilegum árferði verið seldar síðar,“ segir Björn ennfremur.

 Hækkunarferlinu lokið

 ,,Framan af árinu hélst eftirspurn mikil en framboð var lítið.  Miklar verðhækkanir hafa verið á markaðnum undanfarin12-18 mánuði en nú er hækkunarferlinu lokið og í besta falli má vænta hækkana í takti við verðbólgustigið sem verður.  Ég á ekki von á að markaðurinn  nái jafnvægi fyrr en að meira kemur af nýbyggingum kemur á markaðinn“ bætir hann við. 

 Birni  finnst ungu fólki  gert markvisst erfitt að kaupa síðan síðsumars, hann segir ,, fyrst í kjölfar breytinga á reglna um greiðslumat og síðan með vaxtahækkunum Seðlabankans.  Það er svo önnur spurning hvort að sá hópur hafi verið sá sem hefur kynnt mest undir verðbólgunni í landinu“. 

 ,,Það er afar mikilvægt að mínu mati að vinna gegn þessum sveiflum sem einkennt hafa undanfarin 2 ár á markaðnum.  Vaxtahækkanir hafa líklega þá hliðarverkum að verktakar byggja minna af eignum sem síðan leiðir til vöntunar og spennu síðar meir.  Ungt fólk verður að komast inn á markaðinn og eiga möguleika á að eignast sína fasteign það er tryggt með nægu framboði eigna, öflugs húsnæðisbótakerfis, stöðugleika í framboði lóða og fjármagns,“ segir Björn Guðmundsson hjá Byggð að lokum.

 

 

 

Nýjast